Month: August 2003

  • Línuívilnun – orð skulu standa

    Elding félag smábátaeigenda á norðanverðum Vestfjörðum í samvinnu við önnur smábátafélög á Vestfjörðum, Krók og Strandir og bæjar- og sveitarstjórnir og verkalýðsfélög, efnir til stórfundar á Ísafirði sunnudaginn 14. september nk. Fundurinn verður haldinn í íþróttahúsinu og hefst kl. 14:00. Yfirskrift fundarins verður: Línuívilnun – orð skulu standa Þrátt fyrir að ekki sé byrjað að…

  • Hækkunum á aflagjaldi mótmælt

    21. maí sl. gaf Samgönguráðuneytið út nýja gjaldskrá um hafnir. Gjaldskráin var sett á grundvelli ákvæðis til bráðabirgða í nýjum hafnalögum og tók gildi 1. júlí sl. Á fundi stjórnar LS 10. júli var fjallað um gjaldskrána. Stjórnarmenn voru á einu máli um að hækkanir sem gjaldskráin boðaði væri óviðunandi. Á fundinum mótmælti stjórnin harðlega…

  • Strandamenn orðlausir yfir afskiptum Fiskistofu við síldveiðum í beitu.

    Áratugahefð er fyrir því að trillukarlar veiði síld í beitu. Að sjálfsögðu hefur ekkert verið amast við þessum veiðum enda magnið í þeim mæli að engu skiptir. Það kom því trillukörlum á Ströndum í opna skjöldu þegar eftilitsaðili Fiskistofu sá ástæðu til að hafa afskipti af veiðunum í sl. viku. Hann benti á að samkvæmt…

  • Trillukarlar fjörugir á „Dönskum dögum“

    Trillukarlar í Stykkishólmi voru duglegir við að skemmta gestum og gangandi á sumarhátíð þeirra Hólmara „Dönskum dögum“. Á hátíðinni nú í ár sem haldin var dagana 16. – 17. ágúst héldu þeir eins og á fyrri hátíðum golfmót. Metþátttaka varð, 100 keppendur mættu og fór mótið fram í blíðskaparveðri. Sigurvegari varð Sölvi Leví Gunnarsson (trillukarlasonur)…

  • Þorskafli sóknardagabáta

    Nú er ljóst að afli sóknardagabáta verður nokkru minni en á sl. fiskveiðiári. 1. ágúst vantaði eitt þúsund tonn til að þorskaflinn næði sömu tölu og í fyrra, en þá var þorskaflinn kominn í 8.979 tonn. Þegar litið er til einstakra mánaða hefur mest veiðst í júlí 3.212 (3.808) tonn, 2.821 (3.160) tonn í júní,…

  • Grein í Fiskifréttum – „Breytt fiskveiðistjórnun“

    Föstudaginn 8. ágúst sl. birtist í Fiskifréttum eftirfarandi skoðunargrein eftir Örn Pálsson, undir fyrirsögninni „Breytt fiskveiðistjórnun“. Undanfarna mánuði hefur verð á sjávarfangi farið lækkandi. Að vonum eru menn uggandi vegna þessa og ekki síst vegna þess hversu erfiðlega gengur að selja. Margar kenningar eru á lofti um hvað valdi þessari niðursveiflu, flestir kenna um of…

  • Mikil samstaða á Ísafjarðarfundi um línuívilnun

    Fjölmennur fundur sem Elding, félag smábátaeigenda á Vestfjörðum Norður boðaði til í gærkveldi, 7.8. endurspeglaði að mönnum er gróflega misboðið hvernig sjávarútvegsráðherra hefur sett fram hugmyndir um með hvaða hætti hann hyggist setja á línuívilnun, eins og lofað var í aðdraganda kosninganna í vor. Fundinn sátu stjórnarþingmennirnir Einar K. Guðfinnsson og Kristinn H. Gunnarsson, en…