Month: March 2004

  • Stöðug bræla á Ströndum

    Grásleppuveiðimenn á Ströndum eru ekki mjög hressir með upphaf grásleppuvertíðarinnar. Eftir að hafa lagt netin í einmuna blíðu 15. mars hefur vart gefið á sjó síðan. Þeir sem komist hafa til að vitja um segja allt fullt af fiski í netunum og þar af leiðandi lítið af þeirri gráu. Hún virðist því vera seinna á…

  • Hrygningarstoppið 2004

    Vegna tíðra fyrirspurna um hrygningarstoppið 2004 birtist hér reglugerðin þar að lútandi í heild sinni. Sækja kort REGLUGERÐ um friðun hrygningarþorsks og skarkola á vetrarvertíð 2004. Austursvæði (Stokksnes að 19° V). 1. gr. Frá og með 8. apríl til og með 16. apríl eru allar veiðar óheimilar á svæði fyrir Suðurlandi, sem að austan markast…

  • Frumvarp um lágmarksfjölda sóknardaga

    Í dag var mælt fyrir lagafrumvarpi á Alþingi um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða. Breytingin fjallar um að festur verði 23 daga lágmarksfjöldi sóknardaga sem tekur breytingum uppá við miðað við aukinn heildarafla. Flutningsmaður var Magnús Þór Hafsteinsson (F) en meðflutningsmaður Jón Bjarnason (VG). Umræðum lauk ekki í dag en búast má við áframhaldi…

  • Útflutningsverðmæti grásleppuhrogna og kavíars eykst um 44%

    Árið 2003 virðist hafa verið gjöfult fyrir grásleppuveiðimenn og framleiðendur kavíars borið saman við 2002. Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands varð heildarútflutningsverðmætið 8-3-1 milljónir, hafði aukist um 412 milljónir frá árinu 2002. Í tölum Hagstofu kemur í ljós að verðhækkun saltaðra hrogna til útflutnings var 8,7% og kavíarinn hækkaði um 14,5% í Evrum talið. Greinilegt…

  • Byltingarkennd beita innan seilingar

    Á félagsfundi í Eldingu 7. mars sl. kynntu Guðmundur Halldórsson og Snorri Sturluson nýja beitu sem framleiðsla er að hefjast á, á Ísafirði. Komið var með sýnishorn af beitunni, sem lítur út eins og stórt Cheerios í tepoka. Í miðju beitunnar er gat, eins og á Cheeriosinu, og því auðvelt að beita henni frosinni, enda…

  • Lagfæringar á lögum um stjórn fiskveiða

    Sjávarútvegsnefnd Alþingis hefur nú til meðferðar frumvarp sjávarútvegsráðherra um breytingar á lögum um stjórn fiskveiða – http://althingi.is/altext/131/s/0415.html Frumvarpinu er aðallega ætlað að gera lagfæringar sem einkum má rekja til afnáms sóknardagakerfis. Auk þess eru nokkrar aðrar breytingar lagðar til svo sem að tímabundin heimild til ráðherra um sérstaka ráðstöfun þorskeldiskvóta framlengist um 4 ár og…