Month: May 2006
-
„Mikill ávinningur af lækkun krónunnar“
Eftirfarandi viðtal Sigurðar Boga Sævarssonar við Örn Pálsson birtist í 4. tbl. Ægis 2006 : „Fall krónunnar að undanförnu kemur sér vel fyrir útgerðina. Afurðir hækka í verði, þó aðstæður leiði jafnframt til þess að skuldir í erlendum myntum aukast, en síðustu ár hafa smábátamenn í vaxandi mæli fært sig yfir í erlend lán. Þannig…
-
Óheimilt að landa óslægðu um helgar án undanþágu
Vakin er athygli á að á tímabilinu 1. júní til og með 31. ágúst er óheimilt að landa óslægðum fiski af dagróðrabátum á laugardögum og sunnudögum. Fiskistofa getur veitt undanþágu frá þessu banni, enda verði sýnt með óyggjandi hætti fram á að skilyrði um slægingu í landi séu uppfyllt. Fiskistofa hefur birt á heimasíðu sinni…
-
Nægur fiskur en fáir bátar
Handfærabátar eru nú óðum að hefja róðra. Rætt var við Þorgeir Guðmundsson á Þyt MB sem í mörg sumur hefur gert út frá Arnarstapa. Hann sagðist hafa farið í 4 róðra í vikunni og afli hefði verið góður. Fiskverð er ágætt um þessar mundir hefur hækkað um 20 – 30 krónur frá því í fyrra…
-
Sjávarútvegsráðuneytið tekur tillit til athugasemda Umboðsmanns Alþingis
Sjávarútvegsráðuneytið hefur gefið út nýja reglugerð um breytingu á reglugerð um úthlutun krókaaflahlutdeildar til sóknardagabáta. Reglugerðinni sem breytt er var gefin út 9. júní 2004, en þar var „endurnýjun báts“ skilgreind á eftirfarandi hátt: „Það telst endurnýjun báts þegar aðili, sem á bát fyrir, fær sér annan bát og flytur allar sóknarheimildir af þeim, sem…
-
Saga sjávarútvegsins og vel heppnuð ráðstefna á Ísafirði
Í tilefni að útkomu III. og síðasta bindisins af ritverkinu Sögu sjávarútvegs á Íslandi eftir Jón Þ. Þór sagnfræðing var haldin ráðstefna á Ísafirði sl. sunnudag. Yfirskrift ráðstefnunnar var Draumur hins djarfa manns. Á ráðstefnunni var fjallað um ímynd og menningu íslenskra sjómana frá ýmsum hliðum. Sjómenn í bókmenntum, í dægurlögum, líf sjómannsfjölskyldunnar í landi,…
-
Grásleppuveiðar – veiðitímabil samræmt
Sjávarútvegsráðherra hefur með reglugerð frá 15. maí sl, ákveðið að veiðitímabil í innanverðum Breiðafirði verði frá 20. maí sl. til og með 9. ágúst. Er þar komið til móts við óskir veiðimanna á svæðinu um að jafnræðis sé gætt varðandi lengd veiðitímabils, en fyrri reglugerð kvað á um að því lyki 20. júlí. Engar breytingar…
-
Seglar, hákarlar og fljúgandi fuglahræður
Í mars 2004 hratt Alþjóða náttúruverndarsjóðurinn (World Wide Fund – WWF) af stað verðlaunasamkeppni, með að markmiði að kalla eftir útbúnaði á veiðarfæri sem myndi draga úr meðafla. Mest áberandi í þeirri umræðu eru ýmsar tegundir af skjaldbökum, sjófuglum, smáhvölum og hákörlum. WWF fullyrðir að árlega farist í veiðarfærum fiskimanna nokkur hundruð þúsund dýr með…
-
Sífellt hærra hlutfall ýsunnar tekið á línu
Í gær var fjallað um stóraukið vægi línunnar í þorskveiðum og stuðst við svar sjávarútvegsráðherra við fyrirspurn Guðjóns Hjörleifssonar. Áfram verður haldið umfjöllun um þingskjalið og ýsan skoðuð en þar er þróunin svipuð og í þorskinum. Á því tímabili sem svarið tók til 1993 – 03-6-20, var hlutdeild línuveiddrar ýsu á sl. ári að nálgast…
-
Þriðjungur þorskaflans veiddur á línu
Á síðustu tveimur árum, 2004 og 2005, hafa línuveiðar á þorski aukist gríðarlega. Hlutur línunnar datt niður með afnámi línutvöföldunar 1. september 1996, fór úr 22% niður í 15% 1997 og úr 19,4% í 9,2% þegar borin eru saman fiskveiðiárin ´95/´96 og ´96/´97. Árið 1999 var hlutur línunnar í þorskaflanum kominn í 20% og hélst…
-
Hlaupist undan merkjum
Eftirfarandi grein eftir Örn Pálsson birtist í Fiskifréttum 12. maí sl. Grásleppuvertíðin stendur nú sem hæst. Það sem einkennt hefur vertíðina til þessa er góð veiði, lágt verð og fáir sem stunda veiðarnar. Það hefur því truflað allan samanburð á veiði að algengt er að helmingi færri bátar eru á hverri veiðislóð en verið hafa…