Month: January 2015

  • Ferskur þorskur fyrir 23 milljarða

    Útflutningsverðmæti á ferskum þorski er að nálgast 23 milljarða á fyrstu 11 mánuðum sl. árs.  Meðalverð er nánast óbreytt frá sama tímabili 2013, en þá skilað hann 1,3 milljörðum meira. Alls var búið að flytja út 19 þús. tonn á tímabilinu janúar – nóvember 2014 sem er 900 tonnum minna en á sama tíma 2013.…

  • Makríllinn að nálgast 22 milljarða

    Útflutningsverðmæti makríls á fyrstu 11 mánuðum sl. árs nam alls 21,6 milljarði sem er um 1,9 milljörðum meir en á sama tímabili 2013.  Meðalverð hefur lækkað um 5% á milli ára sem er minna en búast mátti við þegar horft er til efnahagsástands á okkar stærsta markaði Rússlandi.  Hlutdeild Rússa í heildarmagni útflutningsins er nú…

  • Sameining stofnana

    LS hefur sent atvinnuveganefnd Alþingis umsögn félagsins um frumvarp til laga um Haf- og vatnarannsóknir – sameiningu stofnana. Fram kemur í umsögninni að LS styður meginefni frumvarpsins – að sameinaðar verði tvær stofnanir – Hafrannsóknastofnun og Veiðimálastofnun. Í athugasemd við einstaka greinar frumvarpsins leggur LS áherslu á að auk þeirra hlutverka sem þar eru upptalin…

  • Drangey – Smábátafélag Skagafjarðar

    Að undanförnu hafa nokkrir smábátaeigendur unnið að stofnun sérstaks félags í Skagafirði.   Undirbúningsstofnfundur var haldinn 5. janúar sl. en á honum kom fram að verulegur hljómgrunnur var fyrir stofnun nýs félags meðal skagfirskra smábátaeigenda.  Ákveðið var að boða til stofnfundar og var hann haldinn á Sauðárkróki sl. laugardag 24. janúar. Ákveðið var að félagið…

  • Olían lægst hjá OLÍS

    Landssamband smábátaeigenda birtir nú í fjórða sinn lítraverð á litaðri olíu við bátadælu.  OLÍS bíður nú lægsta verðið lítraverðið 133,10 m.vsk, verðið lækkaði um 9,3% frá því í desember. Skeljungur fylgir OLÍS fast eftir, þar var verðið aðeins 10 aurum hærra 133,20. Munurinn á hæsta og lægsta verði nú var upp á eyri sá sami…

  • Er leiguverð að gefa eftir?

    Á fyrstu tveimur heilu vikum nýbyrjaðs árs voru verðlögð viðskipti með alls 212 tonn af ýsu í krókaaflamarkskerfinu.  Fyrir það greiddu útgerðirnar tæpar 60 milljónir. Í vikunni 4.1. – 10.1. nam tilfærslan 73,5 tonnum og var meðalverðið 308 kr fyrir hvert kíló.  Í nýliðinni viku 11.1. – 17.1. voru viðskiptin öllu meiri eða 139 tonn…

  • Gildi verður virkari eigandi

    Stjórn Gildis-lífeyrissjóðs hefur samþykkt nýja hluthafastefnu sjóðsins.  Með henni hyggst sjóðurinn stuðla að auknu gegnsæi og ábyrgð félaga sem hann á verulegan hlut í enda sé fjárfestingin a.m.k. 1 milljarður.   Tilgangur þessa er m.a. að stuðla að langtímahagsmunum og sjálbærni þeirra og ábyrgum stjórnarháttum.  Til skamms tíma var stefna sjóðsins að eiga ekki mann…

  • Vottun – aflaregla ekki skilyrði

    MSC vottun á íslenskum grásleppuveiðum hefur vakið nokkra athygli.  Bæði er það vegna þess að veiðarnar hafa hvergi verið vottaðar áður, Ísland því fyrst veiðiþjóða, og að stjórnun veiðanna er ekki samkvæmt aflareglu.   Síðastliðinn föstudag var vottunin staðfest með afhendingu skírteinis frá Vottunarstofunni Tún til Vignis G. Jónssonar ehf.  Eins og með aðrar MSC…

  • Elding ályktar um atvinnumál

    Það hefur vart farið fram hjá neinum að íbúar tveggja byggðarlaga á Vestfjörðum eiga í miklum vanda vegna erfiðleika í atvinnumálum.   Með brotthvarfi Vísis frá Þingeyri leggst fiskvinnsla nánast af á staðnum og þá hefur Arctic Oddi á Flateyri ákveðið að hætta bolfiskvinnslu.  Tugir íbúa þessara staða missa við þessar ákvarðanir atvinnuna. Elding félag…

  • Búið að veiða 92% af ýsunni

    Ýsuafli krókaaflamarksbáta það sem af er fiskveiðiári er kominn í 4.011 tonn.  Það er 92% af því sem þeir fengu úthutað í upphafi fiskveiðiársins.  Með leigu og skiptum á ufsa og þorski fyrir ýsu úr aflamarkskefinu, færslu milli ára og sérstakri úthlutun er veiðiheimild krókaaflamarksbáta í ýsu til loka fiskveiðiársins aðeins tæp 2.500 tonn. Í…