Month: June 2004
-
Útgerðum sóknardagabáta sendar upplýsingar um væntanlegt krókaaflamark
Í dag sendir Fiskistofa eigendum sóknardagabáta bréf sem inniheldur upplýsingar um væntalegt krókaaflamark. Alls eru það 291 útgerðir sem bréfið er sent til. Krókaaflamarksbátum fjölgar því um 1-8-2. september nk., en 43 útgerðum er veittur aðlögunartími að kerfinu í eitt eða tvö ár með því að vera áfram í sóknardagakerfinu með 18 daga hvort ár.…
-
Grásleppuvertíð lokið á Nýfundnalandi – landburður í lok hennar
Eins og getið var um hér á vefnum fyrir stuttu, gripu samtök fiskimanna á Nýfundnalandi til þess ráðs að stöðva grásleppuveiðarnar á öllum helstu veiðsvæðunum, þegar sýnt þótti að heildarveiðin í Atlantshafinu var að fara fram úr æskilegum mörkum. Ævintýralegur mokstur Frá því að fiskimannasamtökin ákváðu að fara fram á þetta við stjórnvöld og þar…
-
Brimfaxi kominn út
Brimfaxi, tímarit LS er nú á leið í pósti til félagsmanna. Í honum er að finna fjölbreytt efni, viðtöl og skrif frá félagsmönnum. Þátturinn ‘Heimahöfn’ er að þessu sinni frá Stykkishólmi, viðtal er við feðgana Hafstein Guðmundsson og Hafþór son hans, en þeir búa í Flatey á Breiðafirði og farinn var róður með formanni Smábátafélags…
-
Yfir 100 þúsund heimsóknir á heimasíðu LS
Í gær fór fjöldi heimsókna á vefsíðu LS yfir 100 þúsund, en hún var opnuð þann 7. maí 2003. Aðsókn að síðunni hefur aukist jafnt og þétt. Meðaltalsfjöldi heimsókna frá byrjun er rúmlega 240 á dag, en síðustu 7 vikurnar, frá eins árs afmælinu, hefur meðaltalið verið 530 heimsóknir á dag, eða tæplega 26 þúsund…
-
Ólíkum augum líta þeir á silfrið
Eins og fram hefur komið í fréttum birti Carrefour risafyrirtækið – m.a. í sölu matvara – augýsingu fyrir stuttu í nokkrum löndum Evrópu, nánar tiltekið á Ítalíu, Frakklandi, Spáni, Belgíu og Sviss, þar sem gerð er grein fyrir stuðningi fyrirtækisins við ábyrgar fiskveiðar. Carrefour er ekkert venjulegt fyrirtæki: Alls rekur það 6132 verslanir um allan…
-
Er ‘umframafli’ dagabáta annarrar náttúru en annar afli sem ekki reiknast til aflamarks?
Í síðustu viku var kynnt skýrsla nefndar sem sjávarútvegsráðherra skipaði til að endurskoða svokallaða aflareglu. Í skýrslunni er komist að þeirri niðurstöðu að sköpum skipti að lækka aflaregluna úr 25% í 22% og bent á að ‘umframveiði’ undangenginna ára sé orsök þess að þorskstofninn nái sér ekki á strik. Í kynningu á skýrslunni var ítrekað…
-
Góð grásleppuveiði við Nýfundnaland – Samtök fiskimanna stöðva veiðarnar vegna hugsanlegs offramboðs
Grásleppuveiðarnar við Nýfundnaland hafa gengið mun betur en undanfarin ár, en sem kunnugt er hrundu þær með öllu árið 2001. Í gærkveldi bárust þær upplýsingar að veiðin sé að nálgast 0-5-8 tunnur, en allt árið í fyrra var veiðin innan við 0-0-5 tunnur. Þar sem veiðum er nánast lokið í öllum hinum löndunum er ljóst…
-
Hafró leggur til niðurskurð í þorski
Það er vægt til orða tekið að það valdi vonbrigðum að í nýjustu skýrslu sinni, Nytjastofnar sjávar 4-20-2003 – Aflahorfur 5-20-2004, leggur Hafrannsóknastofnun til að dregið verði úr þorskveiði á komandi fiskveiðiári. Í fyrra lagði stofnunin til 209 þúsund tonn, en nú 205 þúsund tonn. Í fréttatilkynningu frá Hafrannsóknastofnun þann 6. apríl sl vakti það…
-
Vangaveltur um það sem tekur við
Á þeirri viku sem liðin er frá því Alþingi samþykkti að sóknardagabátum yrði úthlutaður kvóti í krókaaflamarki, hefur mikið verið hringt á skrifstofu LS. Flestir eru eigendur sóknardagabáta sem eru að leita upplýsinga um hversu miklar veiðiheimildir þeir muni fá. Í framhaldi af því er velt vöngum yfir því hvernig hægt verði að ná endum…
-
Fjórir mánuðir liðnir frá upphafi línuívilnunar
Þegar liðnir eru fjórir mánuðir frá því línuívilnun í ýsu og steinbít tók gildi kemur í ljós að hún hefur komið í hlut báta sem gerðir eru út frá 35 útgerðarstöðum. Alls hefur ívilnunin komið í hlut 171 báts . Þannig hafa þessir bátar aukið kvóta sinn um 240 tonn í ýsu og 333 tonn…