Month: November 2005

  • Málstofa Hafrannsóknastofnunar – Friðunarsvæði og göngur þorsks norðvestan Íslands

    Vakin er athygli á að n.k. föstudag 2. desember mun Jón Sólmundsson flytja erindið Friðunarsvæði og göngur þorsks norðvestan Íslands. Í frétt á heimasíðu Hafrannsóknastofnunar segir svo um væntalegt erindi: „Friðun á hluta af útbreiðslusvæði nytjafiska er ein þeirra aðferða sem notuð er við stjórn fiskveiða, oftast sem viðbót við aðrar aðgerðir svo sem takmarkanir…

  • Öryggismál sjómanna – fundir á Þórshöfn og Dalvík

    Á morgun miðvikudaginn 30. nóvember og fimmtudaginn 1. desember verða haldnir tveir fundir um öryggismál sjómanna. Á Þórshöfn verður fundurinn haldinn í félagsheimilinu Þórsveri og hefst hann kl 19:00. Sjá nánar: http://www.sigling.is/shared/FileGallery/SharedFiles/Oryggismal/Ymislegt/%DE%F3rsh%F6fn%20A4.pdf Á Dalvík hefst fundurinn kl 20:00 og fer hann fram í Dalvíkurskóla. Sjá nánar: http://www.sigling.is/shared/FileGallery/SharedFiles/Oryggismal/Ymislegt/Dalv%EDk%20A4.pdf Sjómenn, útgerðarmenn og aðrir áhugamenn um öryggismál sjófarenda…

  • Alþingi – sjávarútvegsráðherra svarar fyrirspurn um dragnótaveiðar í Faxaflóa

    Í dag var birt á Alþingi svar sjávarútvegsráðherra við fyrirspurn Guðjóns Guðmundssonar (D) um dragnótaveiðar í Faxaflóa. Í svarinu kemur fram afli dragnótabáta sem hafa „flóaleyfi“, sundurgreindur eftir bátum, fiskitegundum, löndunarhöfnum á árunum 2001, 2002, 2003 og 2004. Fjölmargt í svarinu vekur athygli, t.d. að ýsuafli bátanna eykst úr nánast ekki neinu í 54,7 tonn,…

  • Sjávarútvegsráðherra fundar í Ólafsvík

    Á morgun þriðjudag efnir sjávarútvegsráðherra Einar Kristinn Guðfinnsson til almenns fundar um sjávarútvegs- og stjórnmál. Fundurinn verður haldinn á Hótel Ólafsvík og hefst kl 21:00.

  • Sjávarútvegsráðherra á þingi FFSÍ – áhyggjuefni að erfitt er að manna fiskiskipin okkar.

    Í dag var haldið 42. þing Farmanna og fiskimannasambands Íslands. Sjávarútvegsráðherra flutti þar ávarp. Þar fjallaði hann m.a. um erfiðleika sem upp eru komnir við mönnun fiskiskipa og þá tilkynnti hann friðun viðkvæmra hafsvæða. Hér á eftir fer ræða Einars Kristins Guðfinnssonar sjávarútvegsráðherra: „Góðir skipstjórnarmenn, Í íslenskum sjávarplássum hefur það alltaf legið fyrir hverjir nytu…

  • Línan á mikilli siglingu upp á við – hlutur þorskaneta og handfæra fer minnkandi

    Í kjölfar umræðna síðast liðinna vikna um bágt ástand þorskstofnsins er ekki úr vegi að skyggnast örlítið í hver þáttur einstakra veiðarfæra hefur verið í lönduðum þorskafla. Skoðuð eru sl. 5 fiskveiðiár 2000 / 2001 til og með 2004 / 2005. Botntroll Í upphafi þessa tímabils var hlutur botntrolls 41,5%, náði hæst 45% 2002 /…

  • Lagt til að „Jöfnunarsjóði“ verði úthlutað varanlega

    Dreift hefur verið á Alþingi stjórnarfrumvarpi um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða. Í því mælir sjávarútvegsráðherra með að sérreglur sem gilt hafa um árlega úthlutun á 0-0-3 lestum af þorski (Jöfnunarsjóður) verði felldar úr gildi. Í staðinn verði því aflamagni úthlutað sem þorskaflahlutdeild frá og með næsta fiskveiðiári. Í athugasemdum við frumvarpið segir um…

  • Slægingarstuðull afnuminn

    Í sjávarútvegsráðuneytinu er nú unnið að gerð nýrrar reglugerðar um vigtun sjávarafla. Í ávarpi sjávarútvegsráðherra Einars Kristins Guðfinnssonar, á aðalfundi Samtökum fiskvinnslu án útgerðar, vék hann m.a. að drögum að fyrirhugaðri reglugerð. Hann sagði að þar væri gert ráð fyrir að slægingarstuðull í þorski, ýsu og ufsa yrði afnuminn. Eftirfarandi er kafli úr ræðu sjávarútvegsráðherra:…

  • Sjófuglar – fyrirspurn á Alþingi

    Í síðustu viku lagði Mörður Árnason (S) fram fyrirspurn um sjófugla til umhverfisráðherra Sigríðar Önnu Þórðardóttur (D). Mörður fylgir þar eftir fyrirspurn sem hann fékk svarað 16. febrúar sl. og fjallað hefur verið um hér á heimasíðunni. http://www.smabatar.is/frettir/14-11-2005/657.shtml Fyrirspurn Marðar er eftirfarandi: „Hvað líður því samstarfi Náttúrufræðistofnunar, Hafrannsóknastofnunarinnar og Háskóla Íslands um sjófuglarannsóknir sem ráðherra…

  • Umhverfisráðherra á Umhverfisþingi 2005 – afli „fylgir oftast nokkuð vel ráðleggingum vísindamanna“

    Nú stendur yfir Umhverfisþing 2005 sem umhverfisráðherra Sigríður Anna Þórðardóttir boðaði. Þingið er hið IV. í röðinni og er síðari dagur þess á morgun laugardag. Á þinginu er fjallað um sjálfbæra þróun og er stefna stjórnvalda um sjálfbæra þróun „Velferð til framtíðar’ í brennidepli – http://www.umhverfisraduneyti.is/utgefid-efni/nr/249 Í dag voru flutt mörg fróðleg erindi og eru…