Month: November 2005

  • „Skynsamlegt að takmarka notkun flottrolls“ – Jóhann Sigurjónsson forstjóri Hafrannsóknastofnunar á aðalfundi LÍÚ

    Í Fiskifréttum sem út komu sl. föstudag er fjallað um erindi sem Jóhann Sigurjónsson forstjóri Hafrannsóknastofnunar flutti á aðalfundi LÍÚ. Þar fór Jóhann yfir samspil þorsks og loðnu, auk þess sem hann vék að ýmsum álitamálum við nýtingu loðnustofnsins. Umfjöllun Fiskifrétta er ítarleg og erindi Jóhanns hefur verið yfirgripsmikið og fróðlegt. Jóhann vék að ástæðum…

  • Meira veitt af ýsu en þorski

    Það vekur athygli þegar rýnt er í bráðabirgðatölur Fiskistofu að krókaaflamarksbátar hafa á fyrstu tveim mánuðum fiskveiðiársins veitt meira af ýsu en þorski. Ýsuafli þeirra er kominn yfir fjögurþúsund tonn – 6-0-4 tonn, en af þorski veiddust 5-9-3 tonn. Ýsuaflinn nú er rúmum fjórðungi meiri en hann var á sama tímabili á sl. fiskveiðiári, eða…

  • Hrun í handfæraveiðum

    Það eru margvísleg áhrifin sem afnám sóknardagakerfisins hefur haft í för með sér. Hér hefur áður verið minnst á fækkun báta og minnkandi aðkomu smábáta við löndun á Vestfjörðum. Auk þessa er hlutur handfæra í þorskaflanum nú ekki svipur hjá sjón miðað við það sem verið hefur undanfarin ár. Fiskveiðiárið 4-20-2003 var hlutdeild þeirra í…

  • Fugladauði

    Ríkisútvarpið (Þorvaldur Friðriksson fréttamaður) greindi frá því í morgun að það væri skoðun vísindamanna að hækkun sjávarhita væri helsta orsökin fyrir miklum fugla- og fiskidauða meðfram Kyrrahafsströndum N-Ameríku sl. sumar. Skörfum og svartfugli hefði fækkað mikið og einnig ýmsum fiskitegundum eins og laxi. Svæðið nær frá Kaliforníu til Bresku-Colimbíu í Kanada, er þar hefur sjávarhiti…

  • Rýmka þarf geymsluréttinn milli ára

    Eftirfarandi grein eftir Örn Pálsson birtist í Fiskifréttum 14. október sl. Í dag heldur Landssamband smábátaeigenda aðalfund, þann 21. í röðinni, en 5. desember nk. fyllir félagið annan tug starfsævi sinnar. Þótt það sé freistandi að nota þennan vettvang til að stikla á nokkrum þáttum í sögu LS verður það að bíða betri tíma. Fjölmargar…

  • Málþing Hafró – dökkt útlit

    Sl. mánudag hélt Hafrannsóknastofnun í samvinnu við sjávarútvegsráðuneytið málþing um nýliðun og framleiðslugetu þorskstofnsins. Málþingið var vel sótt og fyrirlestrar yfirgripsmiklir og fræðandi. Björn Ævarr Steinarsson, forstöðumaður veiðiráðgjafarsviðs Hafrannsóknastofnunarinnar fjallaði um „Hrygningarstofn og nýliðun þorsks við Ísland“ Í fyrirlestrinum fjallaði hann um „skilgreiningu og mat á stærð hrygningarstofns og samband milli stærðar hrygningarstofns og fjölda…

  • Hafrannsóknastofnun efnir til kynningar- og umræðufunda um haf- og fiskirannsóknir

    Einn liður í 40 ára afmælishátíð Hafrannsóknastofnunar er að bjóða landsmönnum upp á kynningarfundi. Í frétt á heimasíðu Hafró ( www.hafro.is )er vakin athygli á fundunum sem hefjast á morgun 10. nóvember en þá verður fundað í Vestmannaeyjum. Í kynningu segir eftirfarandi: „Á næstu vikum boðar stofnunin til opinna kynningar- og umræðufunda um haf- og…

  • Fjölmargir fyrrum sóknardagabátar ekki lengur gerðir út

    Í skýrslu framkvæmdastjóra LS á aðalfundi félagsins kom m.a. fram að krókaaflamarksbátum sem úthlutað hefði verið hlutdeild í þorski hefði fækkað um 113 á einu ári. Á heimasíðu Fiskistofu má nú lesa að fækkunin hafi nær eingöngu verið hjá fyrrum sóknardagabátum. Þannig hafa allar aflaheimildir verið fluttar af 108 fyrrum sóknardagabátum til krókaaflamarksbáta. Fiskistofa greinir…

  • Formaður sjávarútvegsnefndar, segir nei við sameiningu krókaaflamarks- og aflamarkskerfisins

    Í grein er formaður sjávarútvegsnefndar Alþingis, Guðjón Hjörleifsson, ritaði í Morgunblaðið 28. október sl. víkur hann í lokaorðum að vangaveltum um sameiningu veiðikerfanna tveggja. Þar segir Guðjón: „Ég hef oft verið spurður að því sem formaður sjávarútvegsnefndar Alþingis, hvort lokun á sóknardagakerfinu þýði ekki að þetta sé fyrsta skrefið í að sameina aflamarkskerfið og krókaaflamarkskerfið…

  • Málþing um nýliðun og framleiðslugetu þorskstofnsins

    Fréttatilkynning frá Hafrannsóknastofnun: „Þorskstofninn er mikilvægasti nytjastofn þjóðarinnar. Skoðanaskipti og umræða um þorskrannsóknir og nýtingu stofnsins eru nauðsynleg og því efnir Hafrannsóknastofnunin, á 40 ára afmælisári sínu, til málþings í samvinnu við sjávarútvegsráðuneytið undir yfirskriftinni: Nýliðun og framleiðslugeta þorskstofnins. Á þinginu flytja innlendir og erlendir sérfræðingar í þorskrannsóknum erindi um rannsóknir sínar, svara fyrirspurnum og…