Month: November 2005

  • Málþing um nýliðun og framleiðslugetu þorskstofnsins

    Fréttatilkynning frá Hafrannsóknastofnun: „Þorskstofninn er mikilvægasti nytjastofn þjóðarinnar. Skoðanaskipti og umræða um þorskrannsóknir og nýtingu stofnsins eru nauðsynleg og því efnir Hafrannsóknastofnunin, á 40 ára afmælisári sínu, til málþings í samvinnu við sjávarútvegsráðuneytið undir yfirskriftinni: Nýliðun og framleiðslugeta þorskstofnins. Á þinginu flytja innlendir og erlendir sérfræðingar í þorskrannsóknum erindi um rannsóknir sínar, svara fyrirspurnum og…

  • Umboðsmaður Alþingis – „samkvæmt nánari reglum sem ráðherra setur“

    Sl. þriðjudag var fjallað hér á síðunni um álit umboðsmanns, þar sem hann taldi ekki vera haldbært að túlka hugtakið „endurnýjun“ með þeim hætti sem sjávarútvegsráðuneytið hefði gert í svari til tveggja eigenda sóknardagabáta. Í úrskurði ráðuneytisins kemur fram að það hafi eingöngu átt við við þegar viðkomandi hafi skipt um bát. Umboðsmaður telur hins…

  • Stórlúða á línuna hjá Sæunni Sæmundsdóttur ÁR-60

    Það bar aldeilis vel í veiði hjá áhöfninni á krókaaflamarksbátnum Sæunni Sæmundsdóttur 25. október sl. Báturinn sem gerður er út frá Þorlákshöfn fékk stórlúðu á línuna. Að sögn Þorvaldar Garðarssonar útgerðarmanns og skipstjóra Sæunnar Sæmundsdóttur fékkst lúðan á Selvogsbanka. Mikill hamagangur og átök voru við að koma böndum á lúðuna og ná henni um borð.…

  • Hafrannsóknastofnun – Áhrif umhverfisþátta á útbreiðslu og afkomu þorskungviðis árin 1-20-1998

    Málstofa Hafró verður að venju nk. föstudag 4. nóvember kl. 12.30. Í tilkynningu frá Hafró mun Jónas P. Jónasson flytja erindi sem hann nefnir „Áhrif umhverfisþátta á útbreiðslu og afkomu þorskungviðis árin 1-20-1998.“ Erindið verður flutt í fundarsal á 1. hæð Skúlagötu 4 og eru allir velkomnir. Á heimasíðu stofnunarinnar er eftirfarandi um erindið: „Almennt…

  • Umboðsmaður ósammála túlkun sjávarútvegsráðuneytisins á „endurnýjun“ sóknardagabáta.

    Í gær sendi umboðsmaður Alþingis frá sér álit á málefnum tveggja eigenda fyrrum sóknardagabáta. Eigendurnir höfðu kvartað yfir því að fá ekki uppreiknaðan kvóta á grundvelli þess að þeir höfðu á viðmiðunarárunum verið að endurnýja bátana í því skyni að auka sóknargetu þeirra. Fiskistofa og síðar ráðuneytið höfnuðu beiðni þeirra og byggðu ákvörðun sína á…