Month: May 2006
-
Krókaaflamarksbátar – eftir að veiða rúm 40% af þorskinum
Misjafnt er milli krókaaflamarkskerfis og aflamarks hversu mikið er búið að veiða í einstökum tegundum. Í gær 10. maí voru krókaaflamarksbátar búnir að nýta tæp 60% af útgefnum veiðiheimildum í þorski, en í aflamarkinu var hlutfallið komið yfir 80%. Í ýsu snérist þetta við, krókaaflamarkið var búið með 73% en í aflamarkinu var búið að…
-
Nýtt fiskiker – betra hráefni
Á heimasíðu AVS – rannsóknarsjóður í sjávarútvegi – var í gær greint frá því að Sæplast hefði þróað nýtt byltingarkennt fiskiker í samvinnu við Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins, FISK Seafood hf og Háskóla Íslands. Þar er greint frá því að fiskikerið hafi verið afhjúpað af sjávarútvegsráðherra Einari K. Guðfinnssyni á sjávarútvegssýningunni í Brussel í gær. Nýja kerið…
-
Grásleppuaflinn kominn yfir 5000 tunnur
Grásleppuvertíðin er langt komin á flestum stöðum nema í Breiðafirði. Búið er að salta í yfir 5000 tunnur sem verður að teljast meira en búast hefði mátt við þegar tekið er mið af því slaka verði sem fæst fyrir hrognin. Mest hefur verið veitt á Siglufirði og Fljótum, en þar er vertíðinni lokið og var…
-
Guðmundur Lúðvíksson látinn
29. apríl sl. varð bráðkvaddur á Dalvík, Guðmundur Lúðvíksson frá Raufarhöfn. Guðmundur var fæddur 9. janúar 1941. Guðmundur sat í stjórn LS frá 1996 til dauðadags. Hann var fulltrúi Fonts – félags smábátaeigenda Kópasker – Vopnafjörður. Guðmundur var jarðsunginn frá Raufarhafnarkirkju sl. laugardag. Guðmundi er hér með þakkað fyrir vel unnin störf í þágu trillukarla.…
-
Hákarl og grásleppa
Á fréttavefnum www.austurlandid.is er sagt frá því að þeir feðgar Guðni Ásgrímsson og Ásgrímur sonur hans á Ólöfu NS hafi fengið vænan hákarl sl. föstudag. Skepnan vó tæpt tonn og lét blekkjast af selspiki sem beitt var. Í viðtali við fréttavefinn tjáir Guðni sig um grásleppuveiðarnar, sem ganga vel en verðið sem fæst fyrir hrognin…