Month: January 2008

  • Skalli skallaði kjarasamninginn útaf

    Skalli, félag smábátaeigenda á Norðurlandi vestra fundaði í gær, 15. janúar um kjarasamning þann sem LS og samtök sjómanna undirrituðu fyrir skemmstu. Prýðileg mæting var á fundinn og var hann einn sá fjölmennasti frá stofnun félagsins árið 1985. Fjörugar umræður voru um kjarasamninginn. Athugasemdir fundarmanna voru þó nokkrar – og mjög á sömu nótunum og…

  • Snæfell skorar á sjávarútvegsráðherra að auka þorskkvótann

    Á fundi Snæfells sem sagt var frá hér í gær var rætt um ástand þorskstofnsins. Fundarmenn voru á einu máli um að sú ördeyða sem lesa hefði mátt út úr gögnum Hafró hefði ekki gengið eftir. Engin breyting væri á aflabrögðum í þorski miðað við undangengin ár og því forsenda niðurskurðar frá sl. sumri ekki…

  • Snæfell felldi kjarasamninginn

    Fyrsti fundur um nýgerðan kjarasamning LS og sjómannasamtakanna var haldinn á Hellissandi í gærkveldi. Það var Snæfell sem reið á vaðið. Fundarsókn var ágæt og miklar umræður um samninginn að lokinni kynningu Arnar Pálssonar á honum. Í máli fundarmanna kom fram að þeir voru sammála því að gerður væri samningur, en sá sem fyrir þeim…

  • Kjarasamningar – Félag smábátaeigenda á Austurlandi og Klettur boða fundi

    Kjarasamningur LS og sjómannasamtakanna er nú til umræðu hjá smábátaeigendum um land allt. Nú hafa fleiri félög tilkynnt um fundi. Félag smábátaeigenda á Austurlandi hefur ákveðið að boða félagsmenn sína til fundar nk. laugardag 19. janúar. Fundurinn verður haldinn á Hótel Héraði á Egilsstöðum og hefst kl 13:00. Klettur – félag smábátaeigenda á Norðurlandi eystra…

  • Fjölmiðlar fjalla um dóm Héraðsdóms Reykjavíkur

    Í dag fjallaði DV og Ríkisútvarpið um dóm Héraðsdóms sem greint var frá hér á síðunni sl. þriðjudag. Umfjöllun RÚV var eftirfarandi: „Skattstjóraúrskurður ómerktur Skattayfirvöld skorti lagastoð til þess að endurákvarða laun trillukarls á Hólmavík. Héraðsdómur Reykjavíkur hefur ómerkt úrskurð skattstjórans á Vestfjörðum. Trillukarlinn, sem jafnframt er útgerðarmaður og eini skipverji báts síns, gaf upp…

  • Almanak LS 2008 komið út

    Almanak Landssambands smábátaeigenda er komið út og hefur verið sent til félags- og velgjörðarmanna LS. Þetta er í 6. skiptið sem almanakið kemur út. Sú nýbreytni var tekin upp við öflun uppskrifta, á matseðil mánaðarins, að bjóða þremur gestum að vera með. Sjávarútvegsráðherra, fiskistofustjóri og forstjóri Hafrannsóknastofnunar þáðu allir boðið og sendu inn „Kryddlegnar rækjur“,…

  • Trillukarl vinnur mál gegn ríkinu

    Héraðsdómur Reykjavíkur birti í dag dóm í máli Más Ólafssonar trillukarls á Hólmavík gegn íslenska ríkinu. Már gerði kröfu um að í fyrsta lagi yrði ómerkt ákvörðun skattstjóra Vestfjarðaumdæmis um að hækka framtalsskyld laun, í öðru lagi að ómerktur yrði úrskurður yfirskattanefndar um staðfestingu ákvörðunar skattstjórans og í þriðja lagi gerði Már kröfu um að…

  • Útgerðarmaður ársins

    Eftirfarandi grein eftir Arthur Bogason í Fiskifréttum 21. desember s.l. undir fyrirsögninni „Útgerðarmaður ársins’: „Mitt í svartasta skammdeginu gengur í garð hátíðin sem kennd er við ljós og frið. Vissulega tindra jólaljós á jörðu og stjörnur á himni, en ríkir friður í hjörtum okkar? Dag hvern streyma tugþúsundir tonna af stálblóði í bifreiðalíki eftir malbikuðum…

  • Kjarasamningur til umfjöllunar í svæðisfélögum LS

    Ákveðið hefur verið að kynna kjarasamning LS og sjómannasamtakanna og greiða um hann atkvæði í öllum svæðisfélögum landssambandsins. Félagsmenn fá á næstu dögum sent fundarboð ásamt kjarasamningnum og geta þannig kynnt sér efni hans áður en fundað verður. Á fundum svæðisfélaganna verður farið yfir samninginn, hann ræddur og atkvæði greidd um hann. Þannig verður ljós…