Month: September 2009

  • Aðalfundur Skalla – fagnar strandveiðum – vill fjölga veiðidögum á grásleppu

       Aðalfundur Skalla var haldinn í gær.  Ágæt mæting var á fundinn og umræður  líflegar.  Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa var í kjölfar skoðanaskipta samþykktar ályktanir. Meðal þeirra voru eftirfarandi: Strandveiðar – Aðalfundur Skalla fagnar strandveiðum og telur þær til hagsbóta fyrir félagsmenn á sínu svæði, sem er frá Hvammstanga til Siglufjarðar.  Stjórnin hvetur sjávrútvegs- og landbúnaðarráðherra…

  • Stjórn Eldingar – vill atvinnurekendur burt úr stjórnum lífeyrissjóðanna

      Stjórn Eldingar – félag smábátaeigenda í Ísafjarðarsýslum – kom saman til fundar 8. september sl. Á fundinum var komið víða við sem leiddi til ítarlegra umræðna og afstöðu stjórnarinnar til eftirfarandi málefna:   Sjómannaafsláttur – stjórn Eldingar mótmælir harðlega öllum tillögum um breytingar eða afnámi sjómannaafsláttar.   Stjórnir lífeyrissjóða – stjórn Eldingar tekur heilshugar…

  • AIS tekur við af STK – breytingar á ferilvöktun og fjarskiptum –

      Í júni s.l. gaf  Samgönguráðuneytið út reglugerð (9-20-565) um breytingar á reglugerð 6-20-672 um Vaktstöð siglinga  og eftirlit með umferð skipa. Með gildistöku reglugerðarinnar geta skip tilkynnt staðsetningu sína til vaktstöðvarinnar með sjálfvirku auðkennikerfi skipa (AIS – Automatic Identification System) með sama hætti og með STK (Racal) tækjum.    Samkvæmt reglugerðinni mun AIS kerfið taka…

  • Skalli auglýsir aðalfund”

    Stjórn Smábátafélagsins Skalla hefur auglýst aðalfund félagsins.  Fundurinn verður haldinn miðvikudaginn 16. september nk. Að venju verður fundarstaðurinn að Suðurgötu 3 á Sauðárkróki. Fundurinn hefst kl 16 og mun Örn Pálsson framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda mæta á fundinn.   Á árinu 2008 lönduðu 44 smábátar í eigu félagsmanna í Skalla.   Félagsmenn eru hvattir til að…

  • Grásleppan – mestu landað á Drangsnesi

    Grásleppuvertíðinni lauk 12. ágúst sl. þegar bátar í innanverðum Breiðafirði drógu upp netin.  Vertíðin var víðast hvar góð og skilaði grásleppukörlum miklum verðmætum.   Alls stunduðu 279 bátar veiðarnar í ár sem var 50 fleiri en á vertíðinni 2008.  Landaður afli svaraði til 8-5-11 tunna af söltuðum grásleppuhrognum og var söluverðmæti þeirra 1,5 milljarður.   Mestu…

  • Svæðisfélög LS – miklar sveiflur í fjölda báta

    Fjöldi báta sem tilheyra svæðisfélögum LS hefur fækkað á undanförnum árum.  Á sl. níu árum hefur meðalfjöldi báta innan svæðisfélaganna verið 941.  Flestir voru þeir 115-1-2001 og fæstir á sl. ári 657.   Klettur og Snæfell hafa skipst á um að vera stærstu félögin á þessu tímabili.  Hæsta talan er hjá Snæfelli árið 2003 161…

  • Snæfell stærsta svæðisfélagið innan LS

    Á árinu 2008 lönduðu alls 657 smábátar afla sem er 62 bátum færra en á árinu 2007.    Flestir tilheyra svæðisfélaginu Snæfelli eða 100.  Það er fjölgun um 9 báta milli ára. 

 Reykjanes er næst stærst með 79 báta, fækkun um 9 báta frá 2007. Þriðja í röðinni er Elding, félag smábátaeigenda í Ísafjarðarsýslum…

  • Nýtt fiskveiðiár hafið

    Fiskistofa hefur sent frá sér fréttatilkynningu um úthlutun aflaheimilda á fiskveiðiárinu 0-20-2009. Alls er nú úthlutað 7-7-259 tonnum í þorskígildum og koma 1-7-30 tonn í hlut 446 krókaaflamarksbáta sem fá úthlutun eða 12%.  Í einstaka tegundum er hlutur krókaaflamarksbáta 17,4% í þorski, 15% í ýsu, 38,2% í steinbít, 11% í löngu, 12,9% í keilu, 7,1%…