Month: April 2012

  • Leigukvóti – tugaþúsunda tonna samdráttur

    Á árabilinu 2004 – 2007 var nægt framboð á þorskkvóta til leigu.  Milli 40 og 50 þús. voru þá flutt milli skipa á ári hverju.  Á hrunárinu 2008 dró hins vegar mjög úr viðskiptum og verð lækkaði mjög skarpt.  Fór á stuttum tíma í aflamarkinu úr 250 kr/kg í 160 og enn neðar í krókaaflamarkinu.…

  • Risaárgangur á leiðinni

    Hafrannsóknastofnunin hefur birt fyrstu niðurstöður úr togararallinu sem fram fór 28. febrúar til 15. mars.   Meðal þess sem þar kemur fram er að risaárgangur af þorski virðist vera innan seilingar.  Um er að ræða 2011 árganginn en mælingar benda til að annar eins árgangur hafi ekki komið fram síðan 1985. Þá spítist stofnvísitala þorsks…

  • Búast má við meðalvertíð

    Eftirfarandi grein eftir Örn Pálsson birtist í Fiskifréttum 4. apríl: Vertíðin 1984 skilaði 26.771 hrognatunnu sem er mesti  vertíðarafli grásleppu hér við land nokkru sinni.  Grásleppuveiðar standa sem hæst Búast má við meðalvertíð Grásleppuvertíðin stendur nú sem hæst. Vertíðin hófst af fullum krafti 15. mars og er hvert leyfi gefið út til 50 daga innan…

  • Hrygningarstopp

    Nú stendur yfir veiðibann sem tilkomið er vegna tillagna Hafrannsóknastofnunarinnar.  Tilgangur þess er að gefa þorskinum góðan frið við hrygninguna, en með því telur stofnunin að auknar líkur séu á sterkum þorskstofni. Hrygningarstoppinu var fyrst komið á 1992 og er veiðibannið nú því það 21. í samfeldri röð þess. Sjá nánar hvar veiðar eru bannaðar.

  • Breytist í hnékrúpandi útgerð

    Sigurður Kristján Hálfdánsson formaður Eldingar og útgerðarmaður Snjólfs ÍS er í viðtali við bb í gær.  Þar segir Sigurður m.a. að „þessi áform um skerða aflaheimimildir og stórhækka veiðigjaldið bitna ekki bara á útgerðinni og starfsfólki þeirra, áhrifin á ýmsar aðrar atvinnugreinar og sjálf byggðarlögin verða einnig alvarleg. „Með aukinni skattheimtu og skerðingu veiðiheimilda verður…

  • Yfirlýsing stjórnar Landssambands smábátaeigenda

    Yfirlýsing frá stjórn Landssambands smábátaeigenda 5.4.2012  vegna frumvarpa fyrir Alþingi um stjórn fiskveiða og veiðigjald: Það var smábátaeigendum fagnaðarefni að sjá þau fyrirheit sem gefin voru í samstarfsyfirlýs-     ingu ríkisstjórnarinnar sem tók við völdum 1. febrúar 2009.  Þau fyrirheit gáfu til kynna að smábátaútgerðin yrði efld að vöxtum og kostir hennar nýttir í þágu…

  • Tilmæli til grásleppuveiðimanna

    Komið hefur í ljós við reglubundið eftirlit hjá Fiskistofu og Landhelgisgæslu að misbrestur er á að reglum sé fylgt um fjölda neta sem nota má við veiðarnar.  Hér með er ákvæði reglugerðar um hrognkelsaveiðar er lítur að þessu áréttað. „Hverjum bát er heimilt að hafa allt að 100 hrognkelsanet í sjó fyrir hvern mann sem…

  • Nýtt hlutverk fyrir hrognkelsið?

    Eins og grásleppuveiðimönnum er kunnugt er nú fundinn markaður fyrir skrokk grásleppunnar.  Þar með leggst sá leiði fylgifiskur veiðanna af að henda henni í sjóinn eftir að hrognin hafa verið fjarlægð.  Í gegnum tíðina hafa allskonar tilraunir verið gerðar til að koma skrokknum í verð.  T.d. var gerð tilraun með efnaframleiðslu úr hveljunni fyrir snyrtivörur…

  • Framfarafélag Öxarfjarðar skorar á stjórnvöld

    Það eru fleiri en Landssamband smábátaeigenda (LS) sem skora á stjórnvöld að gera handfæraveiðum hærra undir höfði en öðrum veiðiskap.  Allir sem stundað hafa skak við strendur landsins vita mætavel að náttúran, með sínum veðrum og vindum, myrkri og straumum gerir vel í því að halda þessum veiðum langt innan þeirra marka að skaði geti…

  • Slæging grásleppu – leiðbeiningar

    Landssamband smábátaeigenda í samvinnu við MATÍS  hefur gefið út leiðbeiningar við slægingu á grásleppu.   Upplýsingarnar auðvelda mönnum réttar aðferðir við slægingu þannig að grásleppan uppfylli þau skilyrði sem þarf svo hún sé hæf til útflutnings til Kína. Leiðbeiningar um slægingu grásleppu til útflutnings