Month: July 2012
-
Smábátaveiðar á borði COFI fundar Matvælastofnunar Sameinuðu þjóðanna
Þessa vikuna stendur yfir í Róm COFI fundur Matvælastofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO). Fundurinn er hinn þrítugasti í röðinni. COFI stendur fyrir ‘Committee on Fisheries’ og er stærsti fundur sem haldinn er um málefni sjávarútvegs í heiminum. Til skamms tíma var þar lítið fjallað um málefni smábátaveiða og það var ekki fyrr en árið 2003…
-
Laun fiskimanna eru vanþakklæti
Þær eru oft furðulegar, uppákomurnar í fiskveiðunum. Eftirfarandi dæmi lýsa þessu ágætlega, en þau greina frá tveimur atburðum sem átt hafa sér stað á Bretagne skaganum í Frakklandi. Humarveiðimennirnir á Breagne skaganum, í samvinnu við stjórnvöld og vísindamenn stóðu að því að sett var skilja aftur undir poka í humartrollunum þeirra. (Íslendingar eru ekki eina…
-
Vegna strandveiða á svæði A
Eftirfarandi er orðsending frá Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu: „Vegna tæknilegra mistaka sem snúa að birtingu auglýsingar í Stjórnartíðindum, um stöðvun strandveiða á svæði A, frá Eyja- og Miklholtshreppi að Súðavík, birtist auglýsing um stöðvun veiða þann 10. júlí ekki með réttum hætti. Því eru strandveiðar á svæði A heimilar í dag 10. júlí. Ráðuneytið hefur vegna…
-
Lokun A-svæðis frestast um einn dag
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið hefur afturkallað áðurboðaða veiðistöðvun á svæði A. Með nýrri auglýsingu verða veiðar strandveiðibáta heimilaðar í dag 10. júlí, en veiðistöðvun tekur gildi á morgun 11. júlí. Ástæður þessa eru tæknilegir sem snúa að ferli við birtingu auglýsingar í Stjórnartíðindum. Sjá auglýsingu
-
Strandveiðar stöðvaðar á svæði A og D
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið hefur tilkynnt að strandveiðar á svæði A séu óheimilar frá og með morgundeginum þriðjudeginum 10. júlí. Degi síðar 11. júlí á það sama við um svæði D frá sveitarfélaginu Hornafirði til Borgarbyggðar. Sjá nánar auglýsingu – stöðvun veiða Svæði A Svæði D
-
Ríflega fimmtungs samdráttur í grásleppuveiðum á Grænlandi
Í dag bárust þær upplýsingar frá Grænlandi að yfir 22% samdráttur væri milli ára í grásleppuveiðunum. Veiðin 2012 stefni í að vera nálægt 10 ára meðaltali, eða í kringum 8 þúsund tunnur. Veiðarnar í ár byrjuðu mun seinna en á síðustu tveimur árum. Aðalástæður þess voru mikill ís, gríðarlegur loftkuldi og óvanalega stormasöm veður. Vertíðin…
-
LS – þorskkvótinn verði 230 þús. tonn
Landssamband smábátaeigenda fundaði með Steingrími J. Sigfússyni sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra sl. mánudag. Tilefnið var afstaða LS til tillagna Hafró um heildarafla á næsta fiskveiðiári. Á fundinum kynnti LS tillögur sínar sem ekki eru allar samstíga ráðleggingum Hafrannsóknastofnunarinnar. Í bréfi til ráðherra færir félagið mörg rök máli sínu til stuðnings. T.d. er ráðherra bent á…
-
Aflamet á strandveiðum
Júlímánuður byrjar glæsilega hjá strandveiðibátum. Fyrsti dagur veiðanna í mánuðinum sló öll fyrri aflamet í dagsveiði – alls 340,8 tonn veiddust 2. júlí. Afli skiptist þannig: A svæði 183,5 tonn B svæði 74,0 tonn C svæði 52,0 tonn D svæði 31,3 tonn Unnið upp úr upplýsingum frá Fiskistofu
-
Ráðgjöf ekki í samræmi við núverandi ástand
Á fundi Hafrannsóknastofnunarinnar um haf- og fiskirannsóknir sem haldinn var í Vestmannaeyjum 19. júní sl. spunnust m.a. umræður um aflaráðgjöf stofnunarinnar í ýsu. Fram kom hjá forstjóra stofnunarinnar, Jóhanni Sigurjónssyni, að ráðgjöfin tæki mikið mið af því að mælingar stofnunarinnar sýna að fjórir slakir árgangar komi inní veiðina á næstu árum. Það sé ávísun á…
