Month: July 2013
-
Strandveiðar, samþykkt LS 2012
Vegna tíðra símhringinga á skrifstofu LS vegna þess sem fram kom í hádegisfréttum RÚV s.l. laugardag, skal eftirfarandi tekið fram: Á síðasta aðalfundi LS var eftirfarandi samþykkt varðandi strandveiðarnar, undir fyrirsögninni „Strandveiðar til framtíðar: LS skorar á stjórnvöld að gefa strandveiðar frjálsar með eftirfarandi takmörkunum: • 4 dagar í viku • hver dagur 14…
-
Austfirðingar – vilja strandveiðar í september
Stjórn Félags smábátaeigenda á Austurlandi kom saman til fundar fyrr í dag. Á fundinum var einkum fjallað um framtíð strandveiða og jákvætt viðhorf landsmanna til þeirra veiða. Í ályktun sem samþykkt var á fundinum er lögð áhersla á óbreytt fyrirkomulag strandveiða í 4 mánuði á ári en í stað maí til og með ágúst…
-
Alþingi samþykkir lækkun veiðigjalda
Eitt af síðustu verkefnum sumarþings var að samþykkja breytingu á lögum um veiðigjöld. Frá og með næsta fiskveiðiári lækkar sérstakt veiðigjald vegna botnfiskveiða en hækkar vegna veiða á uppsjávarfiski. Almennt veiðigjald verður óbreytt 9,50 kr. á hvert þorskígildiskíló. Afsláttur af sérstöku veiðigjaldi, vegna greiðslu vaxta af lánum sem tekin voru vegna kvótakaupa, verður óbreyttur. Þá…
-
Ráðgjöf Hafró undir viðmiðun aflareglu
Í kjölfar kynningu LS á fundi með sjávarútvegsráðherra, sem greint hefur verið hér frá, sendi félagið ráðherra ítarlega greinargerð til áréttingar á tillögum sínum um hámarksafla á næsta fiskveiðiári. Meðal þess sem þar kemur fram er tafla sem sýnir lokatölur yfir þorskveiði síðustu 6 almanaksára og spá um afla yfirstandandi árs. Meðal þess sem taflan…
-
Strandveiðar 2013 hálfnaðar – samantekt
Fyrri hluti strandveiða 2013 hefur almennt gengið vel. Við upphaf síðara tímabils þeirra hafa alls 621 bátur tekið þátt í veiðunum og er heildarafli þeirra 3.976 tonn eða 6,4 tonn að meðaltali á bát. Í maí veiddust 1.638 tonn í 3.558 sjóferðum sem gera 460 kg að meðaltali í róðri, en í júní voru róðrarnir…
-
Þorskkvótinn verði 240 þús. tonn
Í dag funduðu forsvarsmenn Landssambands smábátaeigenda með Sigurði Inga Jóhannssyni sjávarútvegs-, landbúnaðar- og umhverfisráðherra. Á fundinum var rætt um heildarafla á næsta fiskveiðiári. Tillögur LS eru eftirfarandi:
