Month: September 2014

  • Ívilnun í ýsu verði 30%

    Aðalfundir svæðisfélaga LS standa nú sem hæst.  Í gærkveldi var aðalfundur Félags smábátaeigenda á Austurlandi á Fáskrúðsfirði, í dag 17. september fundar Fontur á Þórshöfn, á morgun fimmtudag er Klettur með fund á Akureyri – sjá nánar. Á aðalfundi Félags smábátaeigenda á Austurlandi voru fjörlegar umræður um málefni smábátaeigenda.  Fundarmönnum fannst síðustu breytingar á lögum…

  • Valentínus kosinn formaður Snæfells

    Aðalfundur Snæfells var haldinn í Grundarfirði í gær 14. september.  Fundurinn var ágætlega sóttur og mikill hugur og baráttuandi í félagsmönnum.   Félagsmenn voru sammála um að trillukarlar um land allt þyrftu að blása til sóknar varðandi réttindabaráttu sína.  Það væri lamið á þeim og því þörf á að rísa upp og krefjast þess að…

  • Beiðni LS vel ígrunduð

    Það hefur vart farið fram hjá þeim sem fylgjast með sjávarútvegsmálum hvað Landssamband smábátaeigenda hefur sótt það fast að ráðherra heimili áframhaldandi makrílveiðar. Í viðtali við Morgunblaðið sem hér hefur verið birt sló ráðherra á allar frekari væntingar í þeim málum.  Því er ekki að leyna að mörgum makrílveiðimanninum sárnaði að heyra sjónarmið ráðherrans, sérstaklega…

  • Ráðherra rökstyður ákvörðun sína

    Í Morgunblaðinu í dag er viðtal við Sigurð Inga Jóhannsson sjávarútvegsráðherra.  Þar kveður hann skýrt á um að hann muni ekki heimila áframhaldandi makrílveiðar smábáta á þessari vertíð ásamt því að rökstyðja ákvörðun sína.

  • Dalabyggð fjallar um makrílinn

    Byggðarráð Dalabyggðar fjallaði um makrílveiðar smábáta á fundi sínum 9. september sl. og þá ákvörðun sjávarútvegsráðherra að stöðva veiðarnar frá og með 5. september. Fundurinn samþykkti eftirfarandi: „Byggðarráð Dalabyggðar hvetur sjávarútvesgráðherra til að endurskoða þessa ákvörðun sína um að stöðva makrílveiðar smábáta. Fyrir liggur að þessar veiðar hafa skapað fjölda starfa vítt og breitt um…

  • Smábátur veiðir makríl í Bakkaflóa

    Eins og fram hefur komið eru margir smábátaeigendur þeirra skoðunar að auglýsing um stöðvun makrílveiða frá og með 5. september hafi ekki átt rétt á sér.  Bent hefur verið á að auglýsinguna hefði ekki átt að birta fyrr en búið væri að veiða það magn sem tilheyrði 3. tímabili makrílveiða smábáta.  Það tímabil hófst 1.…

  • Aðalfundir svæðisfélaga LS

    Í hönd fer mikil fundarhrina hjá félagsmönnum.  Aðalfundir svæðisfélaganna detta inn hver á fætur öðrum.   Dagsetningar fundanna eru á dagatali LS.  Nokkur hliðrun hefur orðið á fundunum þar sem óhjákvæmilegt var að taka tillit til Sjávarútvegssýningarinnar í Smáranum 25. – 27. september. Smábátaeigendur eru hvattir til að fjölmenna á aðalfundina og sína þannig í…

  • Óþolandi afskiptaárátta

    Úthlutun makrílkvótans við Ísland Óþolandi afskiptaárátta er yfirskrift greinar eftir Arthur Bogason sem birtist í Fiskifréttum 4. september sl. Samkvæmt upplýsingum Fiskistofu hafa veiðst rúm 6 þúsund tonn af makríl á handfæri það sem af er sumri. Samkvæmt sömu heimildum standa 114 bátar að veiðunum.   Þetta þýðir að lítið er eftir af leyfilegum aflaheimildum…

  • Umfjöllun um makrílveiðar

    Framhald hefur orðið á áskorunum til sjávarútvegsráðherra að heimila áframhald makrílveiða smábáta.   RÚV átti viðtal við Kristinn Jónasson bæjarstjóra Snæfellsbæjar og Vísir og Mbl hafa birt áskorun frá þingflokki Samfylkingarinnar.

  • Þingmenn NV-kjördæmis tjá sig um makríldeiluna

    Mikil ólga er meðal smábátaeigenda og vinnsluaðila makríls vegna ákvörðunar sjávarútvegsráðherra að heimila ekki áframhaldandi veiðar.  Landssamband smábátaeigenda óskaði eftir að hitta ráðherra sl. föstudag og afhenda honum áskorun félagsins ásamt þremur nýveiddum makrílum.   Vegna anna sá ráðherra sér ekki fært að verða við óskum LS. Vitað er að þingmenn hafa beitt sér í…