Month: September 2014
-
Skapa um 500 manns atvinnu
„Ábyrgð stjórnvalda er mikil í þessu máli, og það er fullkomið ábyrgðarleysi að hálfu ráðherra sjávarútvegsmála að friða makríl á grunnslóðinni eins og nú hefur verið gert, með veiðibanni með tilvísun í eigin reglugerðir og öðrum rökum ráðherra sem halda ekki. Er meðal þess sem segir í áskorun smábátafélagsins Kletts um áframhaldandi makrílveiðar. Klettur_askorun.pdf
-
Skorað á ráðherra að aflétta banni
Landssamband smábátaeigenda hefur sent Sigurði Inga Jóhannssyni áskorun um að aflétta banni við makrílveiðum smábát og heimila veiðar til 1. október nk. Áskorun um makrílveiðar.pdf
-
Krafa um afturköllun
Fjölmargir smábátaeigendur hafa haft samband við skrifstofu LS í dag og lýst vonbrigðum með þá ákvörðun sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að heimila ekki áframhald færaveiða á makríl. Meðal þess sem fram kom í samtölum við félagsmenn var krafa um að félagið stæði fast á þeim skilningi sínum að Fiskistofa hefði ekki heimild til að stöðva…
-
Stöðvun veiða, vanhugsuð aðgerð
Stöðvun makrílveiða smábáta hefur vakið mikla athygli. Á fréttavefnum skessuhorn.is má sjá sýnishorn af umfjölluninni undir fyrirsögninni: „Ráðherra sagður stöðva arðbærustu veiðar Íslandssögunnar.
-
Gríðarleg vonbrigði
Landssamband smábátaeigenda fundaði fyrr í dag með Sigurði Inga Jóhannssyni sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Á fundinum fylgdi LS eftir erindi sínu um framhald makrílveiða smábáta þar sem óskað var eftir auknum veiðiheimildum til að koma í veg fyrir stöðvun veiða. Þrátt fyrir góð rök sem LS hafði fram að færa kvaðst ráðherra ekki ætla að bæta…
-
Mikil makrílgengd í íslenskri lögsögu
Nýlokið er sameiginlegum makrílleiðangri Íslendinga, Færeyinga, Norðmann og Grænlendinga. Markmið leiðangursins, sem fram fór í júlí og ágúst. var m.a. að kortleggja útbreiðslu og magn makríls og annarra uppsjávarfiskistofna í NA-Atlantshafi. Fjögur skip tóku þátt í leiðangrinum, Árni Friðriksson eitt þeirra, og notuðu þau sams konar flotvörpu sem sérstaklega hafa verið þróuð fyrir leiðangur sem…
-
LS – makrílviðmiðun verði 10 þús tonn
Landssamband smábátaeigenda hefur ritað Sigurði Inga Jóhannssyni sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra bréf þar sem vakin er athygli á færaveiðum smábáta á makríl. LS fer þess á leit við ráðherra að hann hækki viðmiðun á makríl úr 6.800 tonnum í 10 þús. tonn. Í bréfinu kemur fram að veiðar smábáta á yfirstandandi vertíð sýni að áætluð viðmiðun…
-
Breyting á vigtun makríls
Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur gert breytingu á reglugerð um stjórn markrílveiða (376/2014). Breytingin varðar vigtun á færaveiddum makríl. Samkvæmt henni skal allur markríll veiddur á línu og handfæri endurvigtaður. Með breytingunni er komið til móts við óskir Landssambands smábátaeigenda sem komu fram í bréfi félagsins til ráðuneytisins dags. 11. ágúst 2014.…
