Month: December 2014

  • Risaárgangur í ýsunni

    Eins og fram hefur komið bendir fyrsta mæling á 2014 árganginum af ýsu til þess að lokið sé sex ára hrinu lélegra árganga.  Haustrall hefur verið framkvæmt frá 1996 að árinu 2011 undanskildu.   Til marks um hversu risastór 2014 árgangurinn mælist er hann 120% yfir meðaltali allra árganga frá 1996, en við þann útreikning…

  • Haustrallið slær öll met

    Niðurstöður úr haustralli hafa nú verið gerðar opinberar.  Af flestum tegundum veiddist meira en undanfarin ár.  T.d. hefur ekki mælst hærri vísitala í þorski frá upphafi haustralls1996 og í ýsu mældist 2014 árgangurinn sá næst stærsti á tímabilinu, aðeins met árgangurinn 2003 slær honum við í fyrstu mælingu.  Sérlega háar vísitölur mælast nú í þremur…

  • 5. desember 1985

    Í dag eru 29 ár liðin frá stofnun Landssambands smábátaeigenda.  Stofnfundur félagsins bar upp á fimmtudag og var haldinn í Borgartúni 6 Reykjavík.  Hann hófst á því að Arthur Bogason formaður undirbúningsnefndar setti fundinn og hélt hvatningaræðu. Alls rituðu 33 smábátaeigendur undir fundargerð stofnfundar LS.  Í fundargerð kemur fram að margir þeirra tóku til máls…

  • Þorskur upp, ýsa niður

    Skammt er á milli breytinga á reglugerð um veiðar í atvinnuskyni.  Fyrr í dag birtust þau tíðindi að heimilað hefur verður að skipta á þorski úr krókaaflamarki fyrir ýsu í aflamarkskerfinu. Þorskurinn slæst með breytingunni í félag með ufsanum um tegundir sem heimilt verður að flytja aflamark frá bátum í krókaaflamarkskerfi til skipa sem hafa…

  • Skilaði 200 tonnum af ýsu

    Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra hefur ákveðið að skila til baka 20% af því sem hann hafði með reglugerð skert ýsuafla til línuívilnunar.    Með reglugerð um veiðar í atvinnuskyni 2014/2015 sem gefin var út í júlí sl. var afli til línuívilnunar í ýsu minnkaður um 1000 tonn og steinbít um 200 tonn, miðað við það…

  • Úthlutun 11% þorskígilda

    Viðbrögð við frétt frá í gær hefur kallað eftir fleiri upplýsingum um úthlutun á yfirstandandi fiskveiðiári. Heildarúthlutun til allra skipa samkvæmt hlutdeild 1. september 2014 voru 376.051 kíló (K) af þorskígildum.  Af því voru: Þorskur 171.808 Kígildi  Ýsa  31.437 Kígildi Ufsi            37.370 Kígildi Steinbítur    6.073 Kígildi Hlutur krókaaflamarksbáta: Þorskígildi…

  • Stakkavík með hæstu hlutdeildina

    Fiskistofa hefur gefið út lista yfir 50 kvótahæstu útgerðir í krókaaflamarkskerfinu.  Á toppnum trónir Stakkavík með 7,16% af heildarþorskígildunum í kerfinu.  Í þorski er fyrirtækið með 6,88% og í ýsu 8,11%. Sjá 50 kvótahæstu

  • Aflaverðmæti lækkar milli ára

    Tæpa 15 milljarða vantar upp á að aflaverðmæti síðasta fiskveiðárs næði sömu verðmætum og fiskveiðiárið 2012/2013.  137,8 milljarðar er niðurstaðan. Þetta eru að sjálfsögðu vonbrigði en skýrist að mestu á minni afla.  Það er eins og oftast áður að þorskurinn ber ægishjálm yfir aðrar tegundir.  Bætir vel við sig milli fiskveiðiára og skilaði 51 milljarði…