Month: January 2015

  • Sjókvíar gáfu sig í Noregi

    Mikið tjón varð í Noregi þegar fellibylurinn Nína gekk þar yfir um síðustu helgi.  Svo mikill var veðurofsinn að sjókvíar gáfu sig og þúsundir fiska sluppu.  Í frétt Bergens Tidende kemur fram að 94 þús. regnbogasilungar hafi sloppið.  Meðalþyngd á hverjum fiski er á milli 2,5 – 3,5 kg.    Atburðurinn átti sér stað í…

  • Þorskafli eykst 4 ár í röð

    Þorskafli undanfarin 3 ár er vel yfir meðaltali sl. 15 ára.  Á síðasta ári var þorskafli íslenskra skipa sá mesti frá aldamótum 239 þús. tonn.  Lægstur var hann 2010 aðeins 151.500 tonn.  Meðaltal tímabilsins 2000 – 2014 var 199.500 tonn. Graf fyrir ýsuna er nokkuð örðuvísi en hjá þorskinum.  Þar er aflinn minnstur í upphafi…

  • Afli langt undir 15 ára meðaltali

    Eins og fram kom í frétt hér á heimasíðunni í gær var heildarafli íslenskra skipa á síðasta ári rétt rúmlega milljón tonn.  Í samantekt sem hér fylgir sést að frá aldamótum hefur aflinn aðeins einu sinni verið lægri, en það var árið 2010. Meðaltal aflans á sl. 15 árum er 1,5 milljón tonn og því…

  • Rúmlega fimmtungi minni heildarafli

    Heildarafli íslenskra skipa í fyrra hefur ekki verið minni síðan 2010.  Alls veiddust 1.079 þús. tonn, en á árinu 2013 endaði aflinn í 1.367 þús. tonnum.  Samdrátturinn nemur 21%. Af botnfiski veiddust 434.802 tonn sem er 34 þús. tonnum minna en 2013.  Þorskaflinn bar sem endranær ægishjálm yfir annan botnfisk en hlutur hans var 55%…

  • Erfitt ár að baki

    Georg Eiður Arnarson trillukarl í Vestmannaeyjum, eigandi Blíðu VE26, hefur þann ágæta sið að rita áramótahugleiðingar og setja á blogsíðu sína.  Þar deilir hann lesendum sínum því sem hæst bar á árinu hjá honum.   Hér verður birtur sá kafli pistilsins sem fjallar um sjávarútveginn og útgerðina: „Útgerðin hjá mér varð fyrir ýmsum áföllum á…

  • Nýting fiskistofna með vistkerfisnálgun

    Jens Christian Holst fiskifræðingur frá Noregi er framarlega í þeim hópi vísindamanna sem telur að nýting fiskistofna eigi að ráðast út frá framleiðslugetu viðkomandi vistkerfis.  Jens Christian heldur því fram að makrílstofninn hafi verið stórlega vanmetinn og veiða hefði átt 5 milljónir tonna í fyrra á stað þeirra rúmlega milljón tonna sem veidd voru.  Vistkerfinu…

  • Brimfaxi 2. tbl. 29. árg.

    Brimfaxi félagsblað Landssambands smábátaeigenda barst félagsmönnum rétt fyrir jól.  Blaðið er eins og endranær mjög efnismikið og áhugavert í alla staði.  Brimfaxi er 68 blaðsíður og upplag 1400 eintök. Aðalviðtalið í Brimfaxa er við Jens Christian Holst – norskan fiskifræðing sem starfaði í áratugi sem vísindamaður hjá norsku Hafrannsóknastofnuninni.    Leiðara Brimfaxa ritar Halldór Ármannsson…