Month: November 2015

  • Árangurslausar makrílviðræður.

    Í vikunni sem leið var enn reynt til þrautar að ná samkomulagi um skiptingu heildarmakrílkvótans. Fundinum sem haldinn var í London lauk án árangurs og er því enn ósamið um veiðar Íslands, Grænlands og Rússlands á makríl.    Eins og áður hefur komið fram höfðu Noregur, ESB og Færeyjar samið um að heildarkvóti makríls á…

  • Málþing með notendum Faxaflóahafna

    Í dag boðuðu stjórnendur Faxaflóahafna sf. til málþings sem haldið var í Hörpu. Þar voru kynnt þau málefni sem efst eru á baugi á því starfssvæði sem tilheyrir Faxaflóahöfnum sf. Gísli Gíslason hafnarstjóri kynnti meðal annars þær framkvæmdir og verkefni sem eru skipulögð á hafnarsvæðum fyrir árið 2106. Talsverðar hafnarframkvæmdir eru vegna stórskipahafnar við Skarfabakkann…

  • Olís með óbreytt olíuverð

    Annan mánuðinn í röð heldur Olís olíuverði sínu frá bátadælu óbreyttu eða 122,80 krónur á lítrann. N1 hækkaði verðið um eina krónu á milli mánaða og Skeljungur hækkaði um tvær krónur. Mismunur á hæsta og lægsta verði eru því 4,20 krónur. Öll verð í könnunum eru án afsláttar og eru félagsmenn enn og aftur hvattir…

  • Er verið að svelta þorskinn?

    Samspil loðnu og þorsks Er verið að svelta þorskinn? Er yfirskrift geinar eftir Örn Pálsson sem birtist í Fiskifréttum 19. nóvember sl. Í upphafi þessarar greinar skulum við skoða töflu sem sýnir veiði- og hrygningarstofn þorsks og loðnu auk afla í þeim tegundum. Tölurnar eru unnar upp úr ástandsskýrslu Hafrannsóknastofnunar frá júní 2015. Þorskur og…

  • Marlýsi

    Sjávarútvegsráðstefnan 2015 er nú haldinn í sjötta sinn.  Við upphaf ráðstefnunnar í dag var veitt verðlaun í samkeppninni Framúrstefnuhugmynd Sjávarútvegsráðstefnunnar 2015.  Fyrstu verðlaun hlaut Snorri Hreggviðsson, Margildi ehf.  Hugmnd Snorra gengur út á að framleiða Marlýsi,  lýsi úr makríl, síld og loðnu til manneldis.  Margildi ehf. hefur þróað nýja einstaka vinnsluaðferð, hraðkaldhreinsun, sem gerir kleift…

  • Strandveiðar – eigendaákvæði falli brott

    Á aðalfundi LS voru strandveiðar mikið ræddar.  Fjölmargar ályktanir frá svæðisfélögum LS bárust til fundarins og því mikil vinna sem lá að baki því sem fundurinn samþykkti. Tryggðir verði 4 dagar í viku Samstaða var um að ítreka fyrri samþykktir þar sem þess er krafist að strandveiðar verði efldar að því marki að heildaraflaviðmiðun hamli…

  • Lúðuveiðar bannaðar

    Vakin er athygli á að í gildi er bann við lúðuveiði.  Sú lúða sem berst á land á að fara á markað og sölu andvirðið í Verkefnasjóð sjávarútvegs (VS) Vilji svo óheppilaga til að lúða slæðist um borð sem meðafli skal umsvifalaust grípa til aðgerða.  Leiði skoðun til þess að hún sé lífvænleg skal án…

  • Olíuútboð – skráning upplýsinga

    Nú er undirbúningi fyrir olíuútboð Landssambands smábátaeigenda og Sjávarkaupa lokið og skráning frekari upplýsinga hafin af fullum krafti.  Um 200 útgerðir eru búnar að skrá sig til þátttöku og mikil samstaða meðal félagsmanna enda um mikla hagsmuni að ræða.  Þeim mun fleiri þeim mun meiri líkur á meiri afslætti. Nýlega náði Sjávarkaup afar hagstæðum samningi…

  • LS undirritar samstarfssamning við Skeljung

    Landssamband smábátaeigenda og Skeljungur hafa gengið frá samstarfssamningi sín í milli.  Samkvæmt honum fá félagsmenn í LS afslátt af viðskiptum sínum við Skeljung.  Samningurinn nær til alls eldsneytis og smurefna. Hér er um verulega búbót fyrir félagsmenn að ræða sem vert er að nýta sér.  Skeljungur gefur út sérstök kort sem tryggir afslátt fyrir viðskiptin.…

  • Alþingi – efla verður einyrkjaútgerð smábáta

    Smábátaútgerðin var rædd á Alþingi sl. miðvikudag.  Það var Sigurður Páll Jónsson varaþingmaður Framsóknarflokksins í NV-kjördæmi sem kvaddi sér hljóðs undir liðnum „Störf þingsins. Þar gefst þingmönnum tækifæri í 2 mínútna ræðu að koma ýmsu á framfæri sem brennur á þeim. Sigurður Páll kom víða við í ræðu sinni.  Hann sagði nauðsynlegt að efla einyrkjaútgerðina…