Month: November 2015

  • Þakkir til Vaktstöðvar siglinga

    Á aðalfundi LS var að venju fjallað um öryggismál.  Það sem betur megi fara í þeim efnum og það sem vel hefur verið gert. Fundurinn beindi þakklæti smábátaeigenda til Vaktstöðvar siglinga fyrir þá miklu öryggisgæslu sem hún veitir sjófarendum.  Þaðan er fylgst með allan sólarhringinn og fullyrða má að mannslífum hafi verið bjargað með árverkni…

  • Ætlar að skoða fyrirkomulag makrílveiða

    Fyrr í dag var á dagskrá Alþingis liðurinn:  Óundirbúinn fyrirspurnartími.   Lárus Ástmar Hannesson fyrsti varamaður Vg í NV-kjördæmi hóf sinn þingferil á fyrirspurn til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Þingmaðurinn hafði nokkurn formála að spurningu sinni um hvort ráðherra hyggðist ekki endurskoða fyrirkomulag makrílveiða smábáta í ljósi reynslunnar frá síðustu vertíð. Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegs- og…

  • Ísafjarðarbær fær mestan byggðakvóta

    Þann 22. október sl. úthlutaði Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra 5.662 þorskígildistonna byggðakvóta fyrir yfirstandandi fiskveiðiár.  Úthlutunin styðst við tvær reglugerðir nr. 604 frá 3. júlí 2015 og nr. 920 frá 16. október 2015. Samkvæmt úthlutuninni fá 32 sveitarfélög byggðakvóta, en innan þeirra eru 48 byggðarlög.  Alls fengu þrjú byggðarlög hámarksúthlutun 300 þorskígildis tonn:…

  • Áfall fyrir Húsavík

    Klettur – félag smábátaeigenda Ólafsfjörður – Tjörnes hefur sent bæjarstjórn Norðurþings bréf þar sem óskað er eftir að ákvörðun Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins er varðar úthlutun byggðakvóta verði mótmælt.  Í úthlutuninni er engum kvóta úthlutað til Húsavíkur, en undanfarin sjö ár hefur úthlutun þangað verið á bilinu 140 – 210 tonn. Í bréfinu segir m.a.: „Með…

  • Eitt stærsta útboð á eldsneyti

    Frá því var greint á mbl.is sl. föstudag að Sjávarkaup hf. hafi samið fyrir hönd fjölda sjávarútvegsfyrirtækja um kaup á a.m.k. 25 milljónum lítra af eldsneyti.  Rammasamningur milli Skeljungs hf og Sjávarkaupa hf var undirritaður um þetta nú um mánaðarmótin og gildir til 30. júní 2017. Þess má geta að Sjávarkaup hf. eru samstarfsaðilar LS…

  • Lægra verð

    Samantekt á línuafla í þorski og ýsu sem selt hefur verið óslægt á fiskmörkuðum sýnir að verð nú eru lægri en í fyrra.   Meðalverð á þorskinum í september – október er 11,2% lægra og 23,3% lægra fyrir ýsu.  Í krónum talið er verðmunurinn 37 kr á þorskinum og hvorki meira né minna en 80…

  • Hefja árið af miklum krafti

    Aflatölur á fyrstu tveim mánuðum fiskveiðiársins bera þess vitni að engin lognmolla ríkir á miðunum þar sem krókaaflamarksbátar eru.  Þorsk- og ýsuafli þeirra er kominn yfir 10 þús. tonn sem er rúmum tvö þúsund tonnum meira en á sama tíma í fyrra.   Alls hafa þeir veitt 2,540 tonn af ýsu og 7,853 tonn af…