Month: May 2016

  • Jón Pétur RE kominn með 6,2 tonn

    Að loknum 7. degi strandveiða þann 12. maí er það niðurstaða samantektar LS að Jón Pétur RE 411 hefur landað mestum afla alls 6.228 kg.  Róið er frá Grindavík og er eigandi Ólafur Pétursson og skipstjóri Pétur Ólafsson. Pétur sagði strandveiðina hjá þeim feðgum byrja afskaplega vel.  Aflinn er að mestu þorskur en einnig kæmi…

  • Ný uppfærsla strandveiða

    Eins og undanfarin ár verður staða strandveiða uppfærð með reglulegum hætti.  Upplýsingar þar um ásamt öðru sem til fellur verður að finna í strandveiðikassa hér til vinstri á síðunni.  Staðan að morgni 12. maí

  • Strandveiðar – 503 komnir með leyfi

    Að loknum 5. degi strandveiða 2016 hafa alls 439 bátar landað alls 710 tonnum.  Búið er gefa út alls 503 leyfi til veiðanna.   Meðaltal afla í róðri er hæst á svæði D 694 kg, en á A svæðinu hefur mestu verið landað alls 301 tonni. Á svæði D er búið að nýta 43% veiðiheimilda…

  • Grásleppuvertíðin langt komin

    Alls hafa 210 bátar hafið grásleppuveiðar frá því vertíðin hófst 26. mars sl.  Veiðitímabilið fyrir norðan og austan stendur til 8. júní en nú þegar hafa 134 bátar lokið veiðum í þá 32 daga sem þær eru heimiliðar. Fjöldi veiðileyfa það sem af er vertíð eru um fimmtungi færri en í fyrra.  Flestir hafa verið…

  • Strandveiðar – hversu mikið má veiða – staðan

    Strandveiðar eru nú komnar á fullt skrið.  Fyrsta vikan búin og skilaði hún alls um 300 tonnum þá þrjá daga sem heimilt var að veiða.   Fjöldi báta á bakvið aflann er 291, þar af 121 á svæði A.  Svæði D hefur gefið mestan afla miðað við róðra, 693 kg að meðatali sem hver sjóferð…

  • „Fallegur fiskur – takið þátt

    LS og Matís hafa tekið höndum saman undir orðunum „fallegur fiskur. Facebook síða hefur verið stofnuð þar sem sjómenn sýna í máli og myndum hvað þarf til svo 5***** fiski sé landað.  Sýnum það besta Markmið verkefnisins er að auka vitund um mikilvægi góðrar aflameðferðar og hversu miklu máli það skiptir að stunda vönduð vinnubrögð.…

  • Strandveiðar hafnar

    Fyrsti dagur í strandveiðum 2. maí 2016 gekk almennt nokkuð vel.  Alls náðu 206 bátar róðri og var afli þeirra 137 tonn.  Flestir réru á svæði A – 94, en D svæðið gaf mestan afla á hvern bát 755 kg. Taflan sýnir sundurgreiningu. Svæði Með leyfi Á veiðum Afli alls Afli / bát A 182…

  • Fundur LS með sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra

    Nýlokið er fundi forsvarsmanna LS og Gunnars Braga Sveinssonar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.  Aðalefni fundarins var að ræða um aflaviðmiðun til strandveiða sem hófu í dag sitt áttunda tímabil. Á fundinum fór LS yfir kröfu sína um hækkun aflaviðmiðunar í þorski um 2.000 tonn.  Með henni yrðu tryggðar samfelldar strandveiðar allra veiðisvæða mánudag – fimmtudags þá…

  • Austurland harmar skerðingu á svæði D

    Stjórn Félags smábátaeigenda á Austurlandi hefur ályktað um stöðu mála í strandveiðum.  Eftirfarandi var samþykkt á fundi þann 1. maí 2016: „Stjórn Félags smábátaeigenda á Austurlandi  harmar þá ákvörðun sjávarútvegsráðherra að skerða aflahámark á strandveiðisvæði D.   Félagið fagnar aukningu á heildarpotti til strandveiða um 400 tonn á þessu ári, þó betur megi gera.  …

  • Fontur vill óbreytt hlutföll

    Stjórn Fonts hefur sent frá sér eftirfarandi áskorun til stjórnvalda: Áskorun frá Smábátafélaginu Fonti (Kópasker – Vopnafjörður) Til:  Forsætisráðherra, sjávarútvegsráðherra og Atvinnuveganefndar Alþingis Á fundi stjórnar Smábátafélagsins Fonts þann 30. apríl 2016 var samþykkt að beina eftirfarandi áskorun til stjórnvalda:       Stjórn Fonts mótmælir harðlega ákvörðun sjávarútvegsráðherra um strandveiðar  er snýr að skiptingu veiðiheimilda…