Month: November 2017

  • Tilboðsmarkaður Fiskistofu – ekki boðið í 9 tegundir

    Fiskistofa hefur lokið úrvinnslu úr tilboðum í aflamarksskipti í nóvember.  Tilboðið nú er annað sinnar tegundar á fiskveiðiárinu, það fyrra var í október.  Í október voru alls 14 tegundir í boði í skiptum fyrir þorsk og ýsu.  Tilboð bárust í 5 þeirra: Gullkarfa, grálúðu, þykkvalúru, síld og humar.  Alls fengust 1.816 tonn af ýsu og…

  • SFÚ vill ívilna útgerðum sem landa á fiskmörkuðum

    Aðalfundur SFÚ (Samtök fiskframleiðenda og útflytjenda) var haldinn sl. laugardag. Í lok fundar var samþykkt ályktun þar sem víða var komið við.   „SFÚ skorar á stjórnvöld að stuðla að því að aukið magn hráefnis skili sér inn á fiskmarkaðina með því m.a. að skilyrða að allur strandveiðiafli og ýmiss ívilnunarafli verði seldur á opnum…

  • 900 milljóna afsláttur fellur niður

    Eitt af því sem LS lagði áherslu á til lækkunar veiðigjalds var að afsláttur vegna vaxtakostnaðar af lánum sem tekin voru til kvótakaupa yrði framlengdur.  Ekki var orðið við því og nýtur hans því ekki við á yfirstandandi fiskveiðiári.    Upphæð afsláttarins á síðasta fiskveiðiári nam 927 milljónum.      Eins og fram hefur komið…

  • Byggðarráð Skagafjarðar óskar eftir fundi með ráðherra

    Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar hefur fjallað um ákvörðun sjávarútvegsráðherra að afnema friðun í innanverðum Skagafirði fyrir dragnót sem verið hefur í gildi sl. 7 ár. Í bókun sem gerð var um málefnið segir m.a.: „Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar mótmælir harðlega ákvörðun ráðherra um afléttingu friðunar á hluta Skagafjarðar fyrir dregnum veiðarfærum s.s. dragnót.  „Byggðarráð skorar á ráðherra að…

  • Dragnótaveiðum í Skagafirði mótmælt

    Drangey – smábátafélag Skagafjarðar mótmælir harðlega ákvörðun sjávarútvegsráðherra að heimila dragnótaveiðar í innanverðum Skagafirði.    Í bréfi sem Drangey hefur sent ráðherra kemur m.a. fram að félagið telji ákvörðunina neikvæða fyrir orðspor Íslands til umhverfismála og ábyrgra fiskveiða; „mælingar Hafrannsóknastofnunar sýna að brottkast við dragnótaveiðar getur orðið verulegt eða allt að 19% í fjölda fiska…

  • Veiðigjald tæp 9% af aflaverðmæti

    Landssamband smábátaeigenda hefur talað fyrir daufum eyrum þegar vakin hefur verið athygli á yfir hundrað prósenta hækkun veiðigjalda í þorski og ýsu.  Alþingismenn virtust og virðast þó hafa á hreinu að eitthvað þarf að gera til að koma til móts við litlar og meðalstórar útgerðir.  LS hefur bent á leið sem hægt er að fara…