Landssamband smábátaeigenda


...Fréttir

Starfshópur sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um endurskoðun á meðferð og ráðstöfun 5,3% aflaheimilda hefur lokið störfum.  Afraksturinn kemur fram í skýrslu þar sem fjallað er um ráðstöfun heimilda sem nýttar hafa verið til strandveiða, línuívilnunar, almenns byggðakvóta, byggðakvóta Byggðastofnunar, skel- og...
Árlegur upplýsingafundur um grásleppumál var haldinn í Kaupmannahöfn 7. febrúar sl.  Mjög góð þátttaka var á fundinum og margt fróðlegt sem þar kom fram.Heildarveiði allra þjóða á árinu 2019 umreiknað í fjölda tunna af söltuðum hrognum losaði 21 þúsund.  Almennt...
Grásleppan gaf vel af sér á síðasta ári.  Útflutningsverðmæti þeirra þriggja afurða sem fluttar eru á erlenda markaði nam um 2,8 milljörðum.  Grásleppukavíarinn gaf mestu verðmætin rúman 1,3 milljarða, söltuð grásleppuhrogn um 850 milljónir og frosin grásleppa rúmar 600 milljónir.Þó...
Inga Sæland (F) hefur mælt fyrir tveimur frumvörpum um strandveiðar.  Annars vegar um niðurfellingu strandveiðigjalds og hins vegar um breytta tilhögun strandveiða.  Niðurfelling strandveiðigjaldsÍ frumvarpinu er lögð til breyting á lögum um Fiskistofu þess efnis að við útgáfu strandveiðileyfis verði...
Fundur Snæfells - félags smábátaeigenda á Snæfellsnesi - um málefni grásleppuveiðimanna sem haldinn var í Stykkishólmi í gærkveldi og hófst með ávarpi Runólfs Jóhanns Kristjánssonar formanns Snæfells.  Hann bauð fundarmenn velkomna og fagnaði góðri aðsókn, sem segði sína sögu um...
Snæfell félag smábátaeigenda á Snæfellsnesi hefur boðað til fundar um grásleppumál nk. fimmtudag 30. janúar.  Fundurinn verður haldinn í Ráðhúsinu Stykkishólmi og hefst kl 17:00.  Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur þekkst boð Snæfells að mæta á fundinn.  Hann...

Andlát: Hilmar Zophoníasson

Látinn er Hilmar Zophoníasson frá Siglufirði.Hilmar var kjörinn formaður Skalla - félags smábátaeigenda á Norðurlandi Vestra árið 1995.  Í kjölfar þess var Hilmar kosinn í stjórn LS sama ár.  Hann gegndi þessum trúnaðarstörfum til ársins 2006 eða í 11 ár....
Fiskistofa hefur hafið kynningu á Afladagbókinni, sem er smáforrit sem hægt er að sækja og hlaða niður í símann hjá sér útgerðaraðilum að kostnaðarlausu.  Eftir að viðkomandi hefur virkjað forritið - Afladagbókina - getur hann á einfaldan hátt uppfyllt skilyrði...
LS hefur skilað inn athugasemdum í samráðsgátt um grásleppuveiðar.  Umsögnin er í tveimur liðumFyrri hlutinn fjallar um áfangaskýrslu grásleppuhóps 2020 (vinnuhópur).Þar kemur m.a. fram gagnrýni á vinnubrögð vinnuhópsins.  Dæmi þar um er: „Í skýrslunni kemur fram að hópurinn hafi fjallað um...
Greint var frá því í Fiskifréttum í nóvember sl. að þverpólitísk samstaða hefði skapast á danska þinginu um að breyta löggjöf um veiðar smábáta.  Í fréttinni segir að samkomulagið feli í sér aukinn stuðning við strandveiðar og sérstakar ívilnanir fyrir...

 

efnisyfirlit síðunnar

...