Landssamband smábátaeigenda


...

36. aðalfundur LS - fjarfundur

fimmtudaginn 15. október kl.13:00

Aðalfundur 2020

Fréttir

Stjórn LS hefur ákveðið að síðari hluti 36. aðalfundar verði haldinn föstudaginn 11. desember næstkomandi.Á dagskrá fundarins verða teknar til umræðu og afgreiðslu tillögur frá nefndum fundarins, allsherjar- og sjávarútvegsnefnd.  Jafnframt verður kosin stjórn og formaður.Fundurinn verður fjarfundur í ZOOM og...
Til formanns frá félagsmanniUndirritaður er búinn að vera viðriðinn sjómennsku og  útgerð til áratuga; eða allt frá blautu barnsbeini.  Hefur sömuleiðis kynnst og tekið þátt í víðfeðmu félagsstarfi sjávarútvegs, ferðaþjónustu og hefðbundinnar pólitíkur.  Gerðist meðlimur í LS fyrir margt löngu...
Til félagsmanna frá formanniLandssamband smábátaeigenda eru heildarsamtök smábátaeigenda.  LS samanstendur af 15 svæðisfélögum sem staðsett eru um land allt.  Árlega eru haldnir aðalfundir í félögunum og samþykktar ályktanir sem teknar eru fyrir á ársfundi LS.  Þar eru þær settar í...
Stjórn LS kom saman til fundar fyrr í dag.  Á dagskrá var fyrirkomulag síðari hlutar aðalfundar. Samþykkt var að fundinn skyldi halda sem fjarfund.  Dagsetning fundarins verður tilkynnt á næstu dögum....
Að undanförnu hefur umræða farið vaxandi um tugaprósenta aukningu í útflutningi á óunnum þorski.  Á fyrstu níu mánuðum ársins kemur þetta berlega í ljós þar sem 80% meira hefur verið flutt út á tímabilinu heldur en sömu mánuði á árinu...

MSC vottun grásleppuveiða

Gefið hefur verið út skírteini sem staðfestir að grásleppuveiðar hafa endurheimt MSC vottun um sjálfbærar veiðar.  Skírteinið gildir í fimm ár frá 17. nóvember 2020 til 16. nóvember 2025.Skjáskot frá ISFErfiðlega hefur gengið að selja grásleppuhrogn frá síðustu vertíð og...
Út er komin skýrsla Byggðastofnunar „Strandveiðar - Samantekt vegna breytinga á strandveiðikerfinu“.  Skýrslan var unnin að beiðni Lilju Rafneyjar Magnúsdóttur f.h. atvinnuveganefndar Alþingis.  Þar var stofnuninni falið að gera ítarlega úttekt á reynslu síðustu tveggja strandveiðitímabila, þ.e. tímabilin 2018 og 2019,...
Störfum aðalfundar var framhaldið sl. fimmtudag með fundi í sjávarútvegsnefnd.   Eins og hjá allsherjarnefnd gekk fundurinn vel.  Mest var umræðan eins og vænta mátti um strandveiðar og veiðistjórn grásleppu.Hér má sjá þær tillögur sem sjávarútvegsnefnd samþykkti til framhaldsaðalfundar....

Tillögur frá allsherjarnefnd

Störfum aðalfundar var framhaldið í dag með fundi í allsherjarnefnd.   Fyrir nefndinni lágu 45 tillögur frá svæðisfélögunum.  Hér má sjá þær tillögur sem nefndin samþykkti til framhaldsaðalfundar....
Samkvæmt dagskrá funda ríkisstjórnarinnar hefur sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra kynnt þar tvö frumvörp sem skipta smábátaeigendur afar miklu máli.  Þann 27. október var á dagskránni „Frumvarp um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða (byggðaráðstafanir o.fl.)“.  Það fjallar um atvinnu- og byggðakvóta...

 

efnisyfirlit síðunnar

...