Grásleppuveiðimenn velta því mjög fyrir sér þessa dagana hvers vegna forsvarsmenn íslensku kavíarverksmiðjanna hafi ákveðið að lækka verð á grásleppuhrognum úr 70.000 í 60.000. Eins og fram hefur komið stóðust forsendur sem þeir gáfu sér fyrir verðlækkuninni ekki. En skyldi verðlækkunin stafa af lækkandi verði kavíarsins til útflutnings? Þegar skoðaðar eru tölur frá Hagstofunni kemur í ljós að svo er ekki. Útflutningsverð hans hefur hækkað um 23% séu bornir saman fyrstu 3 mánuðir þessa árs við sama tíma í fyrra. Það er fagnaðarefni að framleiðendur hafi náð fram hækkunum á erlendum mörkuðum, en að sama skapi dapurlegt að nú skuli verksmiðjurnar reyna að knýja fram lækkun á hráefnisverði þar sem reynslan sýnir að slíkt er ávísun á lægra verð til útflutnings.
Áhugavert
Dagatal LS 2019
Bæklingur LS
NASBO Brochure
Veður
Gæðamál
Hvað þarf mikinn ís til að kæla aflann?
Upprunamerki: Iceland Responsible Fisheries
Virkt skipakort
Landssamband smábátaeigenda
Hverfisgötu 105
101 Reykjavík
Sími: 552 7922
ls@smabatar.is