Haldið til haga
— eftir Örn Pálsson
Enn einu sinni urðu sjávarútvegsmál í öndvegi kosningabaráttunnar. Allir flokkar sem náðu kjöri til Alþingis settu fram ítarlega stefnu um sjávarútvegsmálin. Sjálfstæðisflokkurinn, Framflokkurinn, Samfylkingin og Vinstrihreyfingin-grænt framboð vildu byggja á gildandi lögum, en Frjálslyndir skáru sig úr og lögðu til tvískipt kerfi, stærstu skipin áfram í aflamarkskerfi en önnur í marki.
Að byggja á gildandi veiðikerfi þýddi það þó ekki að flokkarnir vildu engu breyta. Hér á eftir verður gerð grein fyrir því helsta.
Sjálfstæðisflokkurinn
lýsti því yfir að hann mundi beita sér fyrir að línuívilnun hjá dagróðrarbátum yrði komið á strax í haust. Þá lýsti flokkurinn því yfir að hann vildi ekki að hróflað yrði við kvótaþakinu. Flokkurinn leggur til að auk þeirra atriða sem nú er stuðst við í fiskveiðistjórnun verði lögð áhersla á líffræðilega þáttinn.
Framflokkurinn
Framflokkurinn kunngerði að hann mundi leggja til að ákvæði yrði sett í stjórnarskrá um að fiskistofnarnir við landið væru sameign íslensku þjóðarinnar. Flokkurinn vill auka byggðakvóta og að tekjum af veiðigjaldi verði varið til uppbyggingar í sjávarbyggðum. Jafnframt er það stefna flokksins að vinna að því að tekin verði upp línuívilnun fyrir dagróðrarbáta þar sem lína er beitt eða stokkuð í landi.
Samfylkingin
Samfylkingin lagði áherslu á að aflahlutdeild hvers og eins yrði að fullu afnumin á ótilgreindum árafjölda, samhliða yrðu heimildirnar boðnar til leigu um lengri og skemmri tíma. Kvótaleiga yrði greidd þegar afla væri landað. Fylkingin lagði áherslu á að tekjur af öllum auðlindagjöldum yrðu notaðar til að lækka skatta almennings, fyrst og fremst tekjuskatta. Þá lagði Samfylkingin áherslu á að strandbyggðir mundu njóta nálægðar sinnar við gjöful fiskimið og grunnslóðaveiðar fengju möguleika til þess að vaxa.
Vinstrihreyfingin-grænt framboð
Vinstrihreyfingin-grænt framboð vill tryggja í verki sameign þjóðarinnar á fiskistofnunum og afnema á 20 árum aflahlutdeild hvers og eins, samhliða yrðu veiðiheimildir sem þannig losnuðu skipt í þriðjunga og úthlutað með þrenns konar hætti:
Vinstrihreyfingin var andvíg kvótasetningu aukategunda hjá þorskaflahámarksbátum
og fækkun daga krókabáta. Þannig mundi hreyfingin leggja áherslu á að breytingarnar gengju til baka og þessum hluta flotans yrði stýrt með öðrum aðferðum þangað til tekið væri upp sameiginlegt fiskveiðistjórnunarkerfi allra smábáta.
Þá lögðu frambjóðendur áherslu á að stuðla að betri umgengni og vistvænni útgerðarháttum með því að taka upp veiðarfærastuðla. Handfæri 0,8, lína 0,85, önnur kyrrstæð veiðarfæri 0,9 og dregin veiðarfæri 1,0.
Frjálslyndi flokkurinn
Frjálslyndi flokkurinn lagði áherslu á að flotanum yrði skipt í fjóra útgerðarflokka. Þannig mundu frystitogurum og nóta- og flotvörpuskipum vera kvótastýrt eins og nú er, en öllum öðrum skipum yrði stýrt. Óheimilt væri að flytja veiðiheimildir úr kerfi til aflakvótakerfisins. Flokkurinn lagði áherslu á að afnema strax kvóta á öllum tegundum í smábátakerfinu nema þorski, áður en flotinn yrði settur í hreint stýringarkerfi. stýring mundi byggja á að hverju skipi yrði úthlutað ákveðnum fjölda daga til nýtingar á ákveðnum veiðisvæðum. stýrðum skipum yrði skipt í þrjá flokka og dögum úthlutað til hvers og eins flokks. Skipting skipa í flokka tæki mið af stærð þeirra og tegundum veiðarfæra. Við færslu úr aflakvótakerfi yfir í stýringu, sem gerð yrði á 5 árum, yrði aðilum boðið sérstakt skattafrádrag. Flokkarnir yrðu þessir:
Ég ætla að vona að þessi samantekt verði til þess að varpa heildstæðari mynd á hina kappsömu umræðu sem farið hefur fram og menn geti frekar áttað sig á hvað hver flokkur stefnir að. Samantektin er byggð á samþykktum flokkanna og ekki sveigt til einstakra sjónarmiða sem frambjóðendur viðruðu í hita leiksins.
Höfundur er framkvæmdastjóri
Landssambands smábátaeigenda