Handfæraafli í Breiðafirði er ekki svipur hjá sjón í ár miðað við sama tíma í fyrra. Þorskaafli í maí hefur á undanförnum árum verið góður og margir bátar í dagakerfi náð sínum besta afla í þeim mánuði. Að sögn Marteins Karlssonar í Ólafsvík á Magnúsi Árnasyni SH er langt síðan hann man eftir svo lélegum aflabrögðum í maí eins og nú hefur verið. Í fyrra veiddi hann 25 tonn í maí en er nú aðeins kominn með 2,5 tonn. Tíðarfarið hefur verið erfitt, en áhyggjuefnið er að nú er miklu minna af þorski á slóðinni heldur en verið hefur sl. ár.Marteinn bætti við að áberandi væri hvað grunnið væri dautt, hvorki síli né fugl sýnilegt.

Áhugavert
Dagatal LS 2019
Bæklingur LS
NASBO Brochure
Veður
Gæðamál
Hvað þarf mikinn ís til að kæla aflann?
Upprunamerki: Iceland Responsible Fisheries
Virkt skipakort
Landssamband smábátaeigenda
Hverfisgötu 105
101 Reykjavík
Sími: 552 7922
ls@smabatar.is