Smábátaeigendur jafnt sem aðrir útgerðarmenn hafa orðið áþreifanlega varir við að kvótaaukning í ýsu hefur lítið skilað sér í auknu aflaverðmæti. Verð á mörkuðum hefur verið afspyrnu lélegt og eru menn orðnir langeygir eftir að úr rætist. Þegar rýnt er í tölur frá Hagstofu Íslands um útflutningsverðmæti ýsu á fyrstu 3 mánuðum ársins kemur í ljós að ýsan skilaði útflutningsverðmæti upp á 393 kr / kg nú í ár, en á sama tímabili í fyrra var kílóaverðið 511 krónur. Lækkunin er því rúm 23% milli ára.
Áhugavert
Dagatal LS 2019
Bæklingur LS
NASBO Brochure
Veður
Gæðamál
Hvað þarf mikinn ís til að kæla aflann?
Upprunamerki: Iceland Responsible Fisheries
Virkt skipakort
Landssamband smábátaeigenda
Hverfisgötu 105
101 Reykjavík
Sími: 552 7922
ls@smabatar.is