Línuívilnun í stefnuyfirlýsingunni

Sjávarútvegskafli stefnuyfirlýsingarinnar:
‘Að byggja áfram á núverandi aflamarkskerfi með hóflegu veiðigjaldi við stjórn fiskveiða. Stjórnkerfi fiskveiðanna hefur verið í stöðugri endurskoðun til þess að sem víðtækust sátt megi skapast um þessa undirstöðuatvinnugrein þjóðarinnar. Áhersla verði áfram lögð á betri árangur við uppbyggingu fiskistofna og líffræðilega stjórn veiðanna. Þróunar- og rannstarfi verður haldið áfram til að auka verðmæti sjávarfangs. Leitast verður við að styrkja hagsmuni sjávarbyggða til dæmis með því að kanna kosti þess að styrkja forkaupsréttarákvæði sveitarfélaga og lögaðila, að nýta tekjur af veiðigjaldi til uppbyggingar þeirra, takmarka framsal aflaheimilda innan fiskveiðiársins, auka byggðakvóta og taka upp ívilnun fyrir dagróðrarbáta með línu. Ákvæði um að auðlindir sjávar séu sameign íslensku þjóðarinnar verði bundið í stjórnarskrá.’