Að sögn Sævars Benediktssonar á Hólmavík, eiganda Bensa Egils ST, er mun minna af þorski í flóanum heldur en verið hefur undanfarin ár. Hann sagðist merkja þetta á að lítið kæmi af þorski í grásleppunetin, en aftur á móti virðist nóg af ýsu. Þorskurinn er grindhoraður og ekkert inni í honum nema þorskur og einnig hefur hann séð ýsu í einstökum fiski.
Sævar er harðorður út í Hafrannsóknastofnun, ekkert vit sé í að leyfa frjálsar loðnuveiðar ár eftir ár. Það sé nú að koma niður á lífríki sjávar, norðurstofninn sé hruninn og fátítt sé að loðnuangan finnist á miðum þeirra Strandamanna.Þorskurinn hefur ekkert annað en sjálfan sig að éta og fuglinn verpir ekki þar sem hann hefur ekkert æti.
Þá bætti Sævar því við að forsenda þess að hægt verði að auka þorskkvótann um 30 þús. tonn á komandi fiskveiðiári sé að loðunuveiðar verði stöðvaðar.
Áhugavert
Dagatal LS 2019
Bæklingur LS
NASBO Brochure
Veður
Gæðamál
Hvað þarf mikinn ís til að kæla aflann?
Upprunamerki: Iceland Responsible Fisheries
Virkt skipakort
Landssamband smábátaeigenda
Hverfisgötu 105
101 Reykjavík
Sími: 552 7922
ls@smabatar.is