Grásleppuvertíðinni er að ljúka í Noregi. Samkvæmt upplýsingum sem borist hafa frá Norges Rafisklag var veiðin í lok 20. viku 366 þúsund lítrar, en var 535 þúsund á sama árstíma 2002. Samdrátturinn er ríflega 30% og ljóst að þetta bil verður ekki brúað á þeim dögum sem enn lifa af vertíðinni. Árið 2003 verður því nálægt tíu ára meðaltali.
Fjöldi bátanna var u.þ.b. 450 sem þýðir, sk. norskum reglum að 2000 lítra kvóti á bát gat þýtt hátt í 9000 tunnu veiði.
Fyrir nokkru hækkaði fob verðið á tunnunni í Noregi um 20%, úr 5000 norskum krónum í 6000 og hefur ekki orðið breyting þar á.