Trillukarlar á Breiðafirði hafa orðið varir við miklar breytingar á lífríki fjarðarins samfara hækkandi hitastigi sjávar. Auk þess sem skelin er horfin er krabbinn alveg hættur að sjást í grásleppunetunum, en allt fullt af krossfiski. Þá er algengt að skötuselur og tindabikkja komi í netin sem grásleppukarlar kannast ekki við að áður hafi gerst. Glöggir menn taka og eftir því að nú er meira um súlu en áður hefur verið sem er ávísun á að síld sé á slóðinni. Ólafsvíkingar hafa orðið varir við góðar síldartorfur og dæmi eru um að Hómarar hafi fengið silfurgláandi demantssíld á handfæri.
Áhugavert
Dagatal LS 2019
Bæklingur LS
NASBO Brochure
Veður
Gæðamál
Hvað þarf mikinn ís til að kæla aflann?
Upprunamerki: Iceland Responsible Fisheries
Virkt skipakort
Landssamband smábátaeigenda
Hverfisgötu 105
101 Reykjavík
Sími: 552 7922
ls@smabatar.is