Starfshópur langtímaáætlunar um öryggi sjófarenda gekkst fyrir fundi á Ísafirði 27. maí sl. Í erindi Guðna Einarssonar útgerðarmanns á Suðureyri gagnrýndi hann harðlega aðferðir Hafrannsóknastofnunar varðandi skyndilokun veiðisvæða. Guðni sagðist vera orðinn leiður á stöðugu upphlaupi Hafró á Vestfjarðamiðum. Árlega væri því haldið fram að lokun væri óhjákvæmileg á helstu línusvæðum smábáta. Af þeim sökum neyddust menn til að flytja sig lengra frá landi í svartasta skammdeginu sem byði hættunni heim. Skyndilokanir ógnuðu á þennan hátt öryggi sjómanna samfara að vera ávísun á aflasamdrátt og lýkur á hærra hlutfalli smáfisks í aflanum væru meiri. Síðast en ekki síst útheimti sjósókn á ný hafsvæði á þessum tíma árs gríðarlega orku hjá sjómönnum í baráttunni við náttúruöflin.
Guðni sagði tíma til kominn fyrir Hafró að endurskoða vinnubrögð sín, því svo langt sem elstu menn minntu hefði engin breyting orðið á fiski á þessari veiðislóð, og þó hann hefði verið eitthvað smærri í fyrra væri það ekki e-ð sem oft hefði gerst áður og héldi áfram að gerast þrátt fyrir skyndi- og reglugerðarlokanir. Helsti „árangur“ lokananna væri að útgerð smábáta stöðvaðist, vinnslurnar yrðu verkefnislausar og fólk missti atvinnuna. Smábátar hefðu ekki burði til að stunda veiðar allan sólarhringinn alla daga vikunnar heldur væri algengt að þeir kæmust í 2-3 róðra á viku sem hann teldi fela í sér mikla friðun. Guðni sagði það sína skoðun að ef framhald yrði á þessum vinnubrögðum, væri rétt að Hafró mundi tilkynna strax við upphaf fiskveiðiársins hvaða svæðum yrði lokað, þannig að hægt væri að gera ráðstafanir um að stunda útgerðina frá öðrum stöðum á landinu þann tíma sem veiðar á heimamiðum væru óheimilar.
Áhugavert
Dagatal LS 2019
Bæklingur LS
NASBO Brochure
Veður
Gæðamál
Hvað þarf mikinn ís til að kæla aflann?
Upprunamerki: Iceland Responsible Fisheries
Virkt skipakort
Landssamband smábátaeigenda
Hverfisgötu 105
101 Reykjavík
Sími: 552 7922
ls@smabatar.is