Hafrannsóknastofnun hefur boðað hagsmunaaðila í sjávarútvegi á fund nk. mánudag þar sem kynnt verður skýrsla stofnunarinnar um ástand fiskistofna og aflahorfur fiskveiðiárið 2005-20-6.
Sé tekið mið af niðurstöðum togararalls „Stofnmæling botnfiska á Íslandsmiðum 2005“, sem birtar voru 20. apríl sl. má ekki búast við skýrslan færi okkur fréttir um auknar veiðiheimildir í þorski á næsta fiskveiðiári. Í þeirri skýrslu segir eftirfarandi um þorskinn:
„Stofnvísitala þorsks lækkaði um 16% frá mælingunni 2004 en óvissan í mælingunni var minni en 2004 þegar hún var óvenju mikil.
Lengdardreifing þorsksins bendir til að árgangur 2004 sé mjög lélegur, 2003 árgangurinn frekar lélegur og 2001 árgangurinn mjög lélegur. Árgangur 2002 er hinsvegar nærri meðallagi. Mest fékkst af þorski djúpt út af Norður- og Austurlandi og út af Ísafjarðardjúpi.
Holdafar þorsksins var heldur betra en árið 2004 og nærri meðallagi ef litið er á tímabilið frá 1997, en árin 1993 – 1996 var holdafar betra. Loðnumagn í þorskmögum var mjög mikið út af Vestfjörðum og fyrir norðan land en nær engin loðna fannst í þorskmögum á svæðinu frá Ingólfshöfða vestur að Látrabjargi.“ (heimild: http://www.hafro.is/undir.php?ID=19&REF=3&fID=1100&nanar=1