Fréttin um grálúðuna hér á vefnum í gær virðist hafa komið mönnum mjög á óvart. Almennt var talið að ráðherra hefði farið eftir ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar, eins og greint var frá í fjölmiðlum og þeir væntanlega byggt á fréttatilkynningu sjávarútvegsráðuneytisins. Í henni kom fram að aðeins hefði verið vikið frá ráðgjöfinni „í skrápflúru verður 3-5-0 tonn (1-5-0 tonn umfram ráðgjöf), í skarkola 5-0-0 tonn (1-0-0 tonn umfram ráðgjöf), í sandkola 4-0-0 tonn (1-5-0 tonn umfram ráðgjöf), í löngu 5000 tonn (500 tonn umfram ráðgjöf), í þykkvalúru 1-8-0 tonn (200 tonn umfram ráðgjöf), í skötusel 2-5-0 tonn (300 tonn umfram ráðgjöf), í langlúru 2-4-0 tonn (200 tonn umfram ráðgjöf) og í humri 1-8-0 tonn (eða 200 tonn umfram ráðgjöf)“ (tlv. úr fréttatilkynningu sjávarútvegsráðuneytisins frá 22. júní sl.).
Eðlilegt er að spurt sé: Hvað gekk sjávarútvegsráðuneytinu til að geta ekki um frávik frá ráðgjöf Hafró varðandi grálúðuna? Svar óskast.

Áhugavert
Dagatal LS 2019
Bæklingur LS
NASBO Brochure
Veður
Gæðamál
Hvað þarf mikinn ís til að kæla aflann?
Upprunamerki: Iceland Responsible Fisheries
Virkt skipakort
Landssamband smábátaeigenda
Hverfisgötu 105
101 Reykjavík
Sími: 552 7922
ls@smabatar.is