Þyrla frekar en varðskip

Fundur stjórnar Landssambands smábátaeigenda
haldinn í Færeyjum 10. júlí 2003 beinir því til stjórnvalda
að fresta öllum ákvörðunum um smíði varðskips, en
þess í stað að einbeita sér að því að efla þyrlukost
Landhelgisgæslunnar með kaupum á nýrri þyrlu.
Í ljósi þeirrar óvissu sem nú ríkir í samstarfi
Landhelgisgæslunnar og varnarliðsins ber að hraða
þessari vinnu eins mikið og kostur er.