Rannsóknir – áhrif veiðarfæra á umhverfið í hafinu

Á fundi stjórnar Landssambands smábátaeigenda
hinn 10. júlí s.l. var eftirfarandi samþykkt:

Stjórn LS lýsir yfir ánægju sinni með nýjung á tæknisviði sem m.a. getur nýst við að upplýsa um áhrif veiðarfæra á hafsbotninn.
Þessi nýjung er tölvustýrður kafbátur sem getur m.a. myndað hafsbotn niður á mikið dýpi. Hann virðist í alla staði kjörinn til að byggja nauðsynlegan gagnagrunn fyrir mat á því hvort leggja beri áherslu á notkun kyrrstæðra veiðarfæra í stað dreginna.
Núverandi stefna Hafrannsóknastofnunar grundvallast á að skipta sér sem minnst af gerð veiðarfæra, og ber við að rannsóknir skorti á því sviði.
Hin nýja tækni ætti að geta svipt hulunni af þessari óvissu og hefur stjórn LS því ákveðið að stefna að samstarfi Landssambands smábátaeigenda við óháða vísindamenn um notkun þessa nýja möguleika við rannsóknir á áhrifum veiðarfæra á lífríki sjávar og hafsbotns.