Í aflatölum Fiskistofu þegar aðeins 2 mánuðir eru eftir af fiskveiðiárinu kemur fram að þorskafli dagabáta er 409 tonnum minni en á sama tíma sl. fiskveiðiárs. Þannig var 1. júlí þorskafli þeirra kominn í 4.763 tonn á móti 5.172 tonnum á fiskveiðiárinu 2001/2002. Er þetta nokkru minni samdráttur en búast mátti við þegar tekið er mið af frásögnum manna á veiðislóðinni. „Aflaminnkun á milli ára er um 20%“. Það verður þó að taka með í reikninginn að þetta er haft eftir manni í dag, 29. júlí, og segir hann júlí hafa verið afspyrnuslakann. Hvað valdi er erfitt að segja til um, helst er það hitastigið sem menn telja að sé orsakavaldurinn, en nú er sjór mun hlýrri en verið hefur sl. sumur. Þá er það einnig algengt að heyra að það sé fiskur á slóðinni en hann taki ekki, kannski ekki nema von þar sem mikið er af seiðum og því nóg æti.
Áhugavert
Dagatal LS 2019
Bæklingur LS
NASBO Brochure
Veður
Gæðamál
Hvað þarf mikinn ís til að kæla aflann?
Upprunamerki: Iceland Responsible Fisheries
Virkt skipakort
Landssamband smábátaeigenda
Hverfisgötu 105
101 Reykjavík
Sími: 552 7922
ls@smabatar.is