Dagabátar veiddu 2.597 tonn af þorski á fyrstu 25 dögunum í júlí sem er 740 tonnum minna en á sl. fiskveiðiári eða 22% minnkun. Þetta kemur fram í fyrirspurn LS til Fiskistofu um stöðu dagabáta á tímabilinu 1. september til 25. júlí. Þar komu einnig fram nokkrar athyglisverðar upplýsingar svo sem að heildarfjöldi nýttra klukkustunda er nánast sá sami og hann var í fyrra eða um 83 þúsund. Fjöldi báta sem lagt hafa upp afla eru 289 en voru 284 í fyrra. Þannig er hægt að sjá að þorskafli á hvern bát er að meðaltali 25,5 tonn en var 30 tonn á sama tímabili ári áður. Þá er þorskafli á dag nú 2,1 tonn sem er 318 kílóa minnkun.
Áhugavert
Dagatal LS 2019
Bæklingur LS
NASBO Brochure
Veður
Gæðamál
Hvað þarf mikinn ís til að kæla aflann?
Upprunamerki: Iceland Responsible Fisheries
Virkt skipakort
Landssamband smábátaeigenda
Hverfisgötu 105
101 Reykjavík
Sími: 552 7922
ls@smabatar.is