Þorskafli sóknardagabáta

Nú er ljóst að afli sóknardagabáta verður nokkru minni en á sl. fiskveiðiári. 1. ágúst vantaði eitt þúsund tonn til að þorskaflinn næði sömu tölu og í fyrra, en þá var þorskaflinn kominn í 8.979 tonn. Þegar litið er til einstakra mánaða hefur mest veiðst í júlí 3.212 (3.808) tonn, 2.821 (3.160) tonn í júní, 1.345 (1.770) í maí og 246 (168) í apríl. Tölurnar í svigunum eru fyrir sl. fiskveiðiár.