Hríseyjarhreppur hefur sent forsætisráðherra og alþingismönnum samþykkt um línuívilnun sem samþykkt var 9. september sl. Ályktunin, sem samþykkt var einróma, er svohljóðandi:
Hreppsnefnd Hríseyjarhrepps skorar hér með á ríkisstjórn og sjávarútvegsráðherra að standa nú þegar við gefin fyrirheit um línuívilnun og aukningu byggðakvóta sem landsfundir ríkisstjórnarflokkanna samþykktu fyrir kosningar síðastliðið vor og skýrt er kveðið á um í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar. Löngu er tímabært að styðja af alvöru við hinar dreifðu byggðir víða um land, sem orðið hafa fyrir barðinu á stórum fyrirtækjum, sem slegið hafa eign sinni á veiðiréttinn, sameign þjóðarinnar, og fært hann til milli staða eftir eigin geðþótta í nafni hagræðingar. Afleiðingin er sú, að hvert byggðarlagið á fætur öðru verður sem rjúkandi rúst með atvinnulausa íbúa og verðlausar eignir. Hinir sömu aðilar hafna síðan öllum úrbótum til handa strandbyggðum með þeim rökum að verið sé taka af þeim þeirra eign. Það er einnig krafa okkar að Alþingi Íslendinga taki á þessum málum um leið og það kemur saman í haust og tryggi mörgum byggðarlögum víða um land áframhaldandi tilveru.
Áhugavert
Dagatal LS 2019
Bæklingur LS
NASBO Brochure
Veður
Gæðamál
Hvað þarf mikinn ís til að kæla aflann?
Upprunamerki: Iceland Responsible Fisheries
Virkt skipakort
Landssamband smábátaeigenda
Hverfisgötu 105
101 Reykjavík
Sími: 552 7922
ls@smabatar.is