Í gær var aðalfundur Félags smábátaeigenda á Akranesi. Það bar helst til tíðinda að upplýst var um hugmyndir félagsmanna um nafn á félagið. Rofið var innsiglið af hugmyndakassa að nafni. Flestir félagsmenn kusu að gefa félaginu nafnið Sæljón. Formaður félagsins, Gísli Einarsson, lýsti því þá yfir að frá og með þeirri stundu héti félagið Sæljón. Í stuttu ávarpi að þessu tilefni sagði Gísli nafnið eiga rætur sínar að rekja til bátsins Sæljóns sem alla tíð var í eigu og róið af Magnúsi Vilhjálmssyni trillukarli af Skaganum.
Smábátaeigendum á Akranesi er hér með óskað til hamingju með hið nýja nafn.
Á aðalfundi Sæljóns var samþykkt að tilnefna Guðmund Elíasson sem fulltrúa félagsins í stjórn LS, en þar hefur setið frá stofnun Skarphéðinn Árnason.
Á aðalfundi Sæljóns voru samþykktar ályktanir til aðalfundar LS, þessar voru helstar:
Óskað er eftir að reglum verði breytt um stærð möskva í þorskanetum, þannig að leyfilegt verði að nota 9 tommu möskva í 3 mánuði á tímabilinu 1. febrúar til og með 30. apríl.
Að hrygningarstopp verði fellt inn í páska.
Snurvoðaveiðar verði alfarið bannaðar í Faxaflóa. Í greinargerð sem fylgir þeirri tillögu er m.a. vikið að því að rauðspretta fáist ekki lengur í net og smálúða sé nánast horfin. Þá var einnig vikið að því að sandsíli sjáist ekki lengur og greinilegt að eilíft skark með snurvoð á sinn þátt í því.
Stjórn Sæljóns var öll endurkjörinn, en í henni eru:
Gísli Einarsson formaður
Stefán Jónsson ritari
Gísli Geirsson meðstjórnandi
Guðmundur Elíasson meðstjórnandi
Rögnvaldur Einarsson gjaldkeri
Myndin er af formanni Sæljóns – Gísla Einarssyni
Áhugavert
Dagatal LS 2019
Bæklingur LS
NASBO Brochure
Veður
Gæðamál
Hvað þarf mikinn ís til að kæla aflann?
Upprunamerki: Iceland Responsible Fisheries
Virkt skipakort
Landssamband smábátaeigenda
Hverfisgötu 105
101 Reykjavík
Sími: 552 7922
ls@smabatar.is