Hrygningarstoppið ákveðið

8. ágúst sl. gaf sjávarútvegsráðuneytið út reglugerð um friðun hrygningar þorsks og skarkola á vertrarvertíðinni 2004. Þá var einnig gefin út reglugerð um hámarksstærð möskva í þorskanetum.
Í friðunarreglugerðinni kemur m.a. fram að allar veiðar innan 4ra sjómílna frá Stokksnesi vestur að 19°V eru bannaðar frá 8. apríl til og með 28. apríl og frá og með 17. apríl nær svæðið út í 12 mílur. Frá 19°V vestur um og norður að Skor eru dagsetningarnar 1. apríl til og með 21. apríl og frá og með 12. apríl til kl 10:00, 21. apríl.