Ályktun frá aðalfundi Reykjanes –
félagi smábátaeigenda á Reykjanesi,
11. október 2003.
Aðalfundur Reykjanes ætlast til þess að ábyrgir
stjórnmálamenn standi við orð sín. Allt tal um
að framkvæmd línuívilnunar verði til að skerða
kvóta einstakra skipa vísar fundurinn til föður-
húsana. Enginn stuðningsmaður línuívilnunar
hefur lagt til að framkvæmd hennar skerði
aflaheimildir einstakra báta. Það er aftur á
móti íhugunarefni hvort andstæðingar hennar
leggi til að hún skerði þeirra veiðiheimildir.
Fundurinn skorar á Alþingi að hrinda línu-
ívilnun í framkvæmd nú þegar og breyta lögum
um sóknardagakerfi handfærabáta þannig að
dagar verði aldrei færri en 23.
Áhugavert
Dagatal LS 2019
Bæklingur LS
NASBO Brochure
Veður
Gæðamál
Hvað þarf mikinn ís til að kæla aflann?
Upprunamerki: Iceland Responsible Fisheries
Virkt skipakort
Landssamband smábátaeigenda
Hverfisgötu 105
101 Reykjavík
Sími: 552 7922
ls@smabatar.is