Lágmarksmöskvastærð þorskfiskneta

Samhliða reglugerð um hrygningarstopp var gefin út reglugerð um möskvastærðir í þorskanetum. Til 1. september 2004 er óheimilt að nota stærri möskva en 9 tommur, en frá þeim tíma verður hámarksstærð möskva 8 tommur. Undantekning frá þessari reglu er notkun neta sem flutt hafa verið til landsins fyrir 26. mars sl. þar sem heimilt er að nota allt að 9,5 tommu möskva til 1. maí 2004.