Aðalfundur LS mótmælir harðlega ákvörðun sjávarútvegsráðherra um að breyta reglum um veiðar handfærabáta. Viðgengist hefur að lifandi þorski og ufsa minni en 50 cm sé sleppt og ýsu minni en 45 cm.
Ráðherra hefur með reglugerð afnumið þessa hefð og ber fyrir sig rannsókn Hafrannsóknastofnunar. Rannsóknir og reynsla trillukarla og fiskeldismanna gefa aftur á móti tilefni til að lifandi þorskur sem veiddur er á handfæri lifi af sleppingu.
Skorað er á sjávarútvegsráðherra að setja aftur í gildi áðurútgefnar reglur um sleppingu á handfærafiski.
Í greinargerð með samþykkt aðalfundar segir: Þar sem þessi reglugerðarbreyting er byggð aðeins á einni rannsókn teljum við hana ekki marktæka.
Áhugavert
Dagatal LS 2019
Bæklingur LS
NASBO Brochure
Veður
Gæðamál
Hvað þarf mikinn ís til að kæla aflann?
Upprunamerki: Iceland Responsible Fisheries
Virkt skipakort
Landssamband smábátaeigenda
Hverfisgötu 105
101 Reykjavík
Sími: 552 7922
ls@smabatar.is