Á aðalfundi LS var rætt um meðafla við flotvörpuveiðar. Skiptar skoðanir voru um hversu mikið magn þarna væri á ferðinni. Þá undruðust fundarmenn á að hægt væri að þæfa málið í nefnd mánuð eftir mánuð.
Niðurstaða umræðnanna var eftirfarandi ályktun:
Aðalfundur LS krefst þess að skip við flotvörpuveiðar lúti sömu reglum og önnur skip við vigtun á afla og að aukaafli verði flokkaður og vigtaður sér.