Sóknardagabátar – samþykktir frá aðalfundi”

Eftirfarandi ályktanir samþykkti 19. aðalfundur LS sem varða beint málefni sóknardagabáta:
1. Barist verði fyrir 23 daga gólfi
Aðalfundur LS leggur til að barist verði af fullum krafti fyrir því að gólf verði
sett í daga sóknardagabáta, þannig að dagar verði aldrei færri en 23 á ári.

2. Heimilað verði að nýta sóknardaga allt árið
Aðalfundur LS leggur til að veiðar dagabáta verði leyfðar allt árið, náist það
ekki í gegn verði miðað við 1. mars í stað 1. apríl.

3. Flutningur sóknardaga milli ára
Aðalfundur LS leggur til að heimilt verði að flytja 20% sóknardaga milli ára.

4. Svæðalokanir
Fundurinn leggur til að ekki komi til svæðalokana nema að undangenginni
mælingu um borð í bátum á veiðislóð.

5. Sóknardagnefnd LS
Aðalmenn:
Friðþjófur Jóhannsson, Reykjavík
Hafþór Jónsson, Patreksfirði
Eiríkur Þórðarson, Ísafirði
Til vara:
Árni Jón Sigurðsson, Seyðisfirði
Sæmundur Einarsson, Njarðvík

Flokkar:

Varðandi færslu sóknardaga innan fiskveiðiársins (leiga, eða tilfærsla innan sömu útgerðar).
Þá eru mjög strangar reglur eða réttara sagt
höft við færslu sóknardaga á milli skipa og
m.a. innifalin í því refsing þ.e.a.s. skerðing
á dögum ef þeir eru færðir á milli aðila.
Í báðum aflahlutdeildarkerfunum er heimilt án
takmarkana að færa 50% af úthlutuðu aflamarki
á milli skipa og 100% innan sömu útgerðar.
Er ekki hrópandi óréttlæti og ójafnræði á milli
þessara útgerða? Mjög hefur verið kvartað um þetta
í mín eyru og því datt mér í hug að koma þessu á
framfæri við þá sem að þessu koma með beinum hætti og vonast ég til að þetta megi nýtast
sem innlegg í umræðuna.
Með bestu kveðju, Eggert.