Dragnótaveiðar er eitt það málefni sem ætíð hefur verið rætt á aðalfundum LS. Engin undanteknig var gerð þar á á nýafstöðnum aðalfundi.
Niðurstaðan varð eftirfarandi ályktun:
Aðalfundur LS leggur til að endurskoðaðar verði reglur um dragnótaveiðar m.t.t. breytinga sem orðið hafa á veiðarfærinu, stærð skipa sem stunda veiðarnar, veiðisvæða m.t.t. fjarlægðar frá landi og samsetningu afla þegar tekið er mið af því að dragnótaveiðar voru leyfðar á nýjan leik til að nýta flatfiskinn. Það er vilji fundarins að dragnótabátar 15 m og lengri lúti sömu reglum um veiðisvæði og togarar.