Sjávarútvegsráðherra á aðalfundi LÍÚ, unnið verði að lausn á vanda sóknardagabáta

Á aðalfundi LíÚ vék hstv. sjávarútvegsráðherra að línuívilnun og sóknardagabátum. Orðrétt sagði ráðherrann eftirfarandi:
„Línuívilnun dagróðrabáta hefur mikið verið til umræðu að undanförnu. Veturinn framundan verður notaður til þess að fara ofan í kjölinn á því máli og eins og ég hef áður lýst yfir þá mun ég leggja fram tillögu um að hún komi til framkvæmda 1. septemer 2004. Þá bíður okkar ennþá óleyst vandamál varðandi veiðar dagabáta og munum við jafnframt vinna að lausn þess.“