Málfundir um öryggismál

Á næstunni verður haldið áfram fundum um öryggismál sjómanna, en slíkir fundir voru haldnir í Grindavík, Ólafsvík og á Ísafirði síðastliðið vor. Á Akureyri verður fundað miðvikudaginn 12. nóvember nk. kl. 20.00 hjá Súlum – Björgunarsveitinni á Akureyri, Reyðarfirði fimmtudaginn 13. nóvember kl. 16.00 í safnaðarheimili Reyðarfjarðarkirkju og í Vestmannaeyjum miðvikudaginn 26. nóvember.
 
Fundirnir eru haldnir í tengslum við langtímaáætlun í öryggismálum sjófarenda og að þeim standa: Samgönguráðuneyti, Siglingastofnun Íslands, Slysavarnafélagið Landsbjörg, Landhelgisgæsla Íslands, Landssamband smábátaeigenda, Sjómannasamband Íslands, Farmanna- og fiskimannasamband Íslands, Vélstjórafélag Íslands og Landssamband íslenskra útvegsmanna.  Á fundinum verða erindi og umræður um öryggismál sjómanna

Smábátaeigendur eru hvattir til að mæta og koma sjónarmiðum sínum að.

Nánari upplýsingar er á heimasíðu Siglingastofnunar:

http://www.sigling.is/page.asp?PageID=1285&newsid=225

  • Landhelgisgæslan í fjársvelti
  • Áhyggjuefni hversu lítið mælist af loðnu
  • Er línuívilnun rétt handan við hornið?
  • Krókaflamarksbátar og togarar spara ýsukvótann
  • Byggð á Borgarfirði ekki ógnað af utanaðkomandi aðilum.
  • Grásleppuveiðimenn á Reykjanesi, Breiðafirði og Ströndum vilja byrja hálfum mánuði fyrr
  • Aðalfundur Alþjóðasamtaka strandveiðimanna og fiskverkafólks 4. – 9. apríl 2004 í Lissabon
  • Breytt fyrirkomulag skipaskoðunar tekur gildi 1. mars 2004
  • Útflutningsverðmæti grásleppuhrogna
  • Slysatryggingar
  • Málfundir um öryggismál
  • Sjávarútvegsráðherra á aðalfundi LÍÚ, unnið verði að lausn á vanda sóknardagabáta
  • Endurskoðun á reglum um dragnótaveiðar